Innlent

Fyrstir almennra borgara til að skoða herstöð

Herstöðvaandstæðingar verða fyrstir almennra borgara til að skoða herstöðina á Miðnesheiði eftir að Bandaríkjamenn yfirgáfu svæðið í gær. Stöðin telst ennþá vera varnarsvæði. Af þeim sökum gilda þar strangar reglur.

Ónæði og háreysti er óheimil og ósæmileg háttsemi sömuleiðis. Viðhafi fólk slíka hegðun mun lögregla vísa viðkomandi tafarlaust út af svæðinu. Samtök herstöðvaandstæðinga lögðu af stað nú á hádegi með 70-100 manns, heldur fleiri en reiknað var með. Hópurinn fékk leyfi frá utanríkisráðuneytinu til að skoða herstöðina með fimm skilyrðum. Meðal þeirra eru að hópurinn verði í fylgd lögreglu, að gestir haldi hópinn og dragi ekki þjóðfánann að húni á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×