Innlent

Um sjötíu manns skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði

MYND/Hilmar Bragi

Um sjötíu manns á vegum Samtaka herstöðvaandstæðingar hafa í dag skoðað herstöðina á Miðnesheiði eftir að Bandaríkjaher fór þaðan í gær. Voru þeir fyrstir almennra borgara að gera það. Hópurinn fór um svæðið og skoðaði markverðustu staði í fylgd leiðsögumanns.

Sökum þess að svæðið telst enn varnarsvæði þurftu herstöðvarandstæðingar að fylgja ströngum reglum sem bönnuðu meðal annars háreysti og ósæmilega háttsemi.

Hópurinn staldraði einnig við og söng söngva sína en slagorð herstöðvarandstæðinga virðast hafa breyst eftir að herinn fór því á skiltum þeirra stóð Ísland úr NATO - herinn frá Írak. Meðal gesta á varnarsvæðinu í dag var Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, og Birna Þórðardóttir sem er einn frægasti herstöðvaandstæðingur landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×