Alþingi sett á morgun 1. október 2006 18:25 MYND/GVA Alþingi verður sett á morgun við hátíðlega athöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Sólveig Pétursdóttir, forseti alþingis, gefur áfram kost á sér í embætti forseta en hún hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna eftir þennan vetur. Sólveig Pétursdóttir var gestur NFS í hádegisviðtalinu þar sem hún skýrði ástæður þess að hún kaus að hverfa úr stjórnmálum. Hún sagði mikilvægt að stjórnmálamenn þekktu sinn vitjunartíma og hættu á toppnum. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi tengst málefnum Kristins Björnssonar, eiginmans hennar og fyrrverandi forstjóra Skeljungs, segir Sólveig svo ekki vera. Þessa ákvörðun taki hún sem einstaklingur út frá sinni eigin reynslu. Hún hafi þó sagt það áður að hún væri ekki mannleg ef hún myndi ekki viðurkenna það að umræðan um málið hafi á köflum verið erfið og það sé erfitt að sitja undir slíkum umræðum árum saman án þess að niðurstaða sé komin í málið. Margar sterkar og áberandi konur hafa að undanförnu lýst því yfir að þær hverfi úr pólitík. Þar má nefna auk Sólveigar þær Margréti Frímannsdóttur. Rannveigu Guðmundsdóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur. Sólveig segist vonast til að verða aftur kjörinn forseti þingsins enda enn margt ógert á forsetastóli svo sem breytingar á þingsköpum og sérstakt ungdómsþing til að þjálfa unglinga til pólitískrar þáttöku. Aðspurð hvort karlar og konur hafi jöfn tækifæri innan Sjálfstæðisflokksins segir Sólveig að hún hafi svolitlar áhyggjur af því að að prófkjörin eins og þau séu í dag, með mikilli smölun, geti reynst konum erfiðari en körlum. Spurð hvort það hafi ekki sannast í síðasta prófkjöri fyrir þingkosningar segir Sólveig að það hafi verið erfitt prófkjör fyrir konur en auðvitað læri þær af reynslunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Alþingi verður sett á morgun við hátíðlega athöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Sólveig Pétursdóttir, forseti alþingis, gefur áfram kost á sér í embætti forseta en hún hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna eftir þennan vetur. Sólveig Pétursdóttir var gestur NFS í hádegisviðtalinu þar sem hún skýrði ástæður þess að hún kaus að hverfa úr stjórnmálum. Hún sagði mikilvægt að stjórnmálamenn þekktu sinn vitjunartíma og hættu á toppnum. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi tengst málefnum Kristins Björnssonar, eiginmans hennar og fyrrverandi forstjóra Skeljungs, segir Sólveig svo ekki vera. Þessa ákvörðun taki hún sem einstaklingur út frá sinni eigin reynslu. Hún hafi þó sagt það áður að hún væri ekki mannleg ef hún myndi ekki viðurkenna það að umræðan um málið hafi á köflum verið erfið og það sé erfitt að sitja undir slíkum umræðum árum saman án þess að niðurstaða sé komin í málið. Margar sterkar og áberandi konur hafa að undanförnu lýst því yfir að þær hverfi úr pólitík. Þar má nefna auk Sólveigar þær Margréti Frímannsdóttur. Rannveigu Guðmundsdóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur. Sólveig segist vonast til að verða aftur kjörinn forseti þingsins enda enn margt ógert á forsetastóli svo sem breytingar á þingsköpum og sérstakt ungdómsþing til að þjálfa unglinga til pólitískrar þáttöku. Aðspurð hvort karlar og konur hafi jöfn tækifæri innan Sjálfstæðisflokksins segir Sólveig að hún hafi svolitlar áhyggjur af því að að prófkjörin eins og þau séu í dag, með mikilli smölun, geti reynst konum erfiðari en körlum. Spurð hvort það hafi ekki sannast í síðasta prófkjöri fyrir þingkosningar segir Sólveig að það hafi verið erfitt prófkjör fyrir konur en auðvitað læri þær af reynslunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira