Ekki hægt að hafa lögheimili í frístundabyggð 2. október 2006 11:58 MYND/E.J. Óheimilt verður að skrá lögheimili í frístundabyggð ef nýtt frumvarp félagsmálaráðherra nær fram að ganga. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í apríl á síðasta ári að sveitarfélaginu Bláskóbyggð hefði verið óheimilt að synja fjölskyldu um að skrá lögheimili sitt í sumarhúsi. Félagsmálaráðherra skipaði í júní á síðasta ári starfshóp til að meta áhrif dóms Hæstaréttar á áhrif búsetu í frístundabyggð á þjónustuhlutverk sveitarfélaga. Ekki hefur orðið mikil aukning á því að einstaklingar hafi fært lögheimili sín í frístundabyggðir en sveitarfélögin hafa staðið gegn þeirri þróun, þar sem þau telja að þau þurfi að stórauka þjónustu við sumarhúsabyggðir ef einstaklingar skrá lögheimili sín þar. Kostnaður við snjómokstur í byggðunum myndi aukast og einnig gæti fallið til kostnaður eins og við skólaakstur. Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn nýtt frumvarp vegna málsins. Þar er lagt til að bætt verði við 1. grein lögheimilslaga ákvæði um að dvöl í húsnæði sem byggt er á svæði sem skipulagt er sem frístundabyggð, geti ekki talist sem ígildi fastrar búsetu og þess vegna sé skráning lögheimilis í slíku húsnæði óheimil. Með nýju lögunum verður ekki hægt að skrá lögheimili sitt í frístundabyggð nema að sveitarstjórn í viðkomandi sveitarfélagi hafi samþykkt breytingu á skipulagi svæðisins. Lögin útiloka hins vegar ekki skráningu lögheimilis í sumarhús sem standa utan skipulagðrar frístundabyggðar. Fréttir Innlent Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira
Óheimilt verður að skrá lögheimili í frístundabyggð ef nýtt frumvarp félagsmálaráðherra nær fram að ganga. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í apríl á síðasta ári að sveitarfélaginu Bláskóbyggð hefði verið óheimilt að synja fjölskyldu um að skrá lögheimili sitt í sumarhúsi. Félagsmálaráðherra skipaði í júní á síðasta ári starfshóp til að meta áhrif dóms Hæstaréttar á áhrif búsetu í frístundabyggð á þjónustuhlutverk sveitarfélaga. Ekki hefur orðið mikil aukning á því að einstaklingar hafi fært lögheimili sín í frístundabyggðir en sveitarfélögin hafa staðið gegn þeirri þróun, þar sem þau telja að þau þurfi að stórauka þjónustu við sumarhúsabyggðir ef einstaklingar skrá lögheimili sín þar. Kostnaður við snjómokstur í byggðunum myndi aukast og einnig gæti fallið til kostnaður eins og við skólaakstur. Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn nýtt frumvarp vegna málsins. Þar er lagt til að bætt verði við 1. grein lögheimilslaga ákvæði um að dvöl í húsnæði sem byggt er á svæði sem skipulagt er sem frístundabyggð, geti ekki talist sem ígildi fastrar búsetu og þess vegna sé skráning lögheimilis í slíku húsnæði óheimil. Með nýju lögunum verður ekki hægt að skrá lögheimili sitt í frístundabyggð nema að sveitarstjórn í viðkomandi sveitarfélagi hafi samþykkt breytingu á skipulagi svæðisins. Lögin útiloka hins vegar ekki skráningu lögheimilis í sumarhús sem standa utan skipulagðrar frístundabyggðar.
Fréttir Innlent Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira