Þörf á þjóðarsátt 2. október 2006 19:23 Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagðist, við setningu Alþingis í dag, eiga þá ósk að aldrei framar verði sá klofningur með þjóðinni sem hersetan hafi markað. Hann segir að afstaðan til umhverfismála kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þörf sé á þjóðarsátt í umhverfismálum. Þingsetningarathöfnin hófst að vanda með því að alþingismenn gengu fylktu liði frá alþingi til dómkirkjunnar og hlýddu á guðsþjónustu. Að henni lokinni gengu þingmenn ásamt forseta Íslands og biskupi aftur til þinghússins. Nokkurir tugir mótmælenda höfðu safnast saman til að andæfa stóriðju og virkjunum. Ólafur Ragnar Grímsson forseti setti þingið og sagði meðal annars að deilurnar um veru varnarliðsins á Íslandi ættu að vera víti til varnaðar um alla framtíð. Alltaf verði leiðarljós að samfélagið Ísland lamist aldrei aftur vegna djúpstæðs þjóðarklofnings. Forseti sagði ennfremur að brotthvarf hersins væru söguleg tímamót og við þau hefði skapast einstakt tækifæri. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslands. Hann sagðist sjá merki þess að umhverfismálin væru að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar eins og hersetan gerði í marga áratugi. Þúsundir mótmæli á götum Reykjavíkur á sama tíma og íbúar Austurlands fagni nýjum áföngum í byggðaþróun. Forsetinn hvatti menn til að horfa til þjóðarsáttar í erfiðum málum. Þegar ágreiningur um veru hersins hafi nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins sé afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Jóhanna Sigurðardóttir er nýr starfsaldursforseti þingsins. Sólveig Pétursdóttir var endurkjörinn forseti þingsins. Hún þakkaði þingheimi en notaði jafnframt tækifærið til að vanda um fyrir þingmönnum og vitnaði til fyrirrennara síns sem sagði Alþingi engan sunnudagaskóla. Sólveig sagði það orð að sönnu. Alþingismenn yrðu þó eigi að síður að gæta hófs í málfari sínu og sýna háttvísi og virða persónu og æru annarra. Sólveig bætti því við að ekki væri undan miklu að kvarta í sal Alþingis en ágætt að minnast þessa annars lagið. Fréttir Innlent Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagðist, við setningu Alþingis í dag, eiga þá ósk að aldrei framar verði sá klofningur með þjóðinni sem hersetan hafi markað. Hann segir að afstaðan til umhverfismála kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þörf sé á þjóðarsátt í umhverfismálum. Þingsetningarathöfnin hófst að vanda með því að alþingismenn gengu fylktu liði frá alþingi til dómkirkjunnar og hlýddu á guðsþjónustu. Að henni lokinni gengu þingmenn ásamt forseta Íslands og biskupi aftur til þinghússins. Nokkurir tugir mótmælenda höfðu safnast saman til að andæfa stóriðju og virkjunum. Ólafur Ragnar Grímsson forseti setti þingið og sagði meðal annars að deilurnar um veru varnarliðsins á Íslandi ættu að vera víti til varnaðar um alla framtíð. Alltaf verði leiðarljós að samfélagið Ísland lamist aldrei aftur vegna djúpstæðs þjóðarklofnings. Forseti sagði ennfremur að brotthvarf hersins væru söguleg tímamót og við þau hefði skapast einstakt tækifæri. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslands. Hann sagðist sjá merki þess að umhverfismálin væru að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar eins og hersetan gerði í marga áratugi. Þúsundir mótmæli á götum Reykjavíkur á sama tíma og íbúar Austurlands fagni nýjum áföngum í byggðaþróun. Forsetinn hvatti menn til að horfa til þjóðarsáttar í erfiðum málum. Þegar ágreiningur um veru hersins hafi nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins sé afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Jóhanna Sigurðardóttir er nýr starfsaldursforseti þingsins. Sólveig Pétursdóttir var endurkjörinn forseti þingsins. Hún þakkaði þingheimi en notaði jafnframt tækifærið til að vanda um fyrir þingmönnum og vitnaði til fyrirrennara síns sem sagði Alþingi engan sunnudagaskóla. Sólveig sagði það orð að sönnu. Alþingismenn yrðu þó eigi að síður að gæta hófs í málfari sínu og sýna háttvísi og virða persónu og æru annarra. Sólveig bætti því við að ekki væri undan miklu að kvarta í sal Alþingis en ágætt að minnast þessa annars lagið.
Fréttir Innlent Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira