Atorka áminnt og gert að greiða sekt 2. október 2006 20:02 Kauphöll Íslands. MYND/Gunnar V. Andrésson Kauphöll Íslands áminnti Atorku Group opinberlega í dag og beitti félagið 2,5 milljóna króna févíti vegna brota á reglum Kauphallarinnar. Fulltrúar Atorku segja um alvarlegan misskilning að ræða. Bréf hafi verið sent Kauphöllinni í síðustu viku vegna málsins og því ekki svarað. Höfðað verði dómsmál til ógildingar ákvörðuninni og Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem er skráð í Kauphöll Íslands og er meðal 15 félaga í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Í tilkynningu Kauphallarinnar segir að þann 30. ágúst síðastliðinn hafi Atorka sent Kauphöllinni fréttatilkynningu um leið og sex mánaða uppgjör félagsins var birt. Fyrirsögn tilkynningar hafi verið „Hagnaður Atorku Group eftir skatta á fyrri helmingi ársins var tæplega 4,9 milljarðar króna". Við lestur uppgjörsins hafi komið í ljós að hagnaður samstæðunnar var 187 milljónir króna. Þær lykiltölur sem fram hafi komið í fréttatilkynningunni hafi aðeins verið lykiltölur móðurfélagsins. Engar lykiltölur hafi verið þar að finna um samstæðuna. Að mati Kauphallarinnar hefur Atorka ekki enn birt fullnægjandi leiðréttingu á fréttatilkynningunni, þrátt fyrir að þess hafi verið óskað ítrekað. Í tilkynningu Kauphallarinnar segir framsetning félagsins á tilkynningunni til þess fallin að villa um fyrir fjárfestum. Félaginu sé skylt að miða tilkynningu sem þessa við samstæðuuppgjör en upplýsingar um uppgjör móðurfélagsins séu settar í fyrirsögn og það gert að meginefni tilkynningarinnar. Kauphöllin byggir ámynningu og févíti á samningi Atorku við Kauphöllina vegna skráningar hlutabréfa félagsins í Kauphöll Íslands. Atorka hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins þar sem segir að málið byggi á alvarlegum misskilningi á lögum og reglum sem gildi um Kauphöllina og uppgjör fyrirtækja. Atorka sé það fjárfestingarfélag í Kauphöll Íslands sem birtir ítarlegustu uppgjör um starfsemi sína. Hafi félagið meðal annars birt uppgjör Atorku sjálfs (móðurfélagsuppgjör) sem og uppgjör fyrir samstæðuna sem heyri undir félagið (samstæðuuppgjör). Samkvæmt alþjóðlegum reikninsskilastöðlum geti afkoma móðurfélags og samstæðu verið mismunandi. Atorka geri rækilega grein fyrir mun þessara uppgjöra í upplýsingagjöf sinni um þau. Atorka birti bæði uppgjörin umfram skyldu en eftir 1. janúar næstkomandi verður öllum félögum skráðum í Kauphöll Íslands skylt að gera þetta vegna fyrirmæla í lögum um ársreikninga. Í fréttatilkynningu frá Atorku segir að í stað þess að verðlauna félagið fyrir þessa ítarlegu og vönduðu upplýsingagjöf hafi kauphöllin kosið að sekta félagið og áminna. Þetta sé ekki gert vegna reikningsskila félagsins, sem Kauphöll Íslands gerir engar athugasemdir við. Þannig gerir Kauphöll sem dæmi engar athugsemdir við það afkomuhugtak sem notast sé við í reikningsskilunum. Þetta sé eingöngu gert vegna vals á texta í fyrirsögn. Sú fyrirsögn sé að mati Atorku fjarri því að vera villandi, heldur lýsir glögglega afkomu félagsins. Telja forsvarsmenn Atorku að ákvörðun Kauphallar Íslands sé algjörlega órökstudd og hvergi svarað ítarlegum rökstuðningi í bréfi Atorku sem sent hafi verið til Kauphallar Íslands 25. september síðastliðinn. Þar sé byggt á ákvæðum í íslenskri löggjöf um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla og EES reglum. Í fréttatilkynningu Kauphallar Íslands sé því ranglega haldið fram að ekki hafi verið brugðist við tilmælum Kauphallarinnar. Þetta er rangt því Atorka hafi óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum kauphallarinnar og gert margar tilraunir til að leysa málið, meðal annars með fjórum tillögum um breytta uppsetningu fréttatilkynningarinnar. Þessum tillögum hafi starfsmenn Kauphallarinnar sinnt lítt. Atorka hefur falið lögmönnum sínum að höfða dómsmál til ógildingar ákvörðun Kauphallar Íslands og lýsir hana ábyrga fyrir öllu tjóni sem af þessu kann að hljótast. Jafnframt verður Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins. Tilkynning Kauphallar Íslands. Fréttir Innlent Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Fleiri fréttir Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira
Kauphöll Íslands áminnti Atorku Group opinberlega í dag og beitti félagið 2,5 milljóna króna févíti vegna brota á reglum Kauphallarinnar. Fulltrúar Atorku segja um alvarlegan misskilning að ræða. Bréf hafi verið sent Kauphöllinni í síðustu viku vegna málsins og því ekki svarað. Höfðað verði dómsmál til ógildingar ákvörðuninni og Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem er skráð í Kauphöll Íslands og er meðal 15 félaga í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Í tilkynningu Kauphallarinnar segir að þann 30. ágúst síðastliðinn hafi Atorka sent Kauphöllinni fréttatilkynningu um leið og sex mánaða uppgjör félagsins var birt. Fyrirsögn tilkynningar hafi verið „Hagnaður Atorku Group eftir skatta á fyrri helmingi ársins var tæplega 4,9 milljarðar króna". Við lestur uppgjörsins hafi komið í ljós að hagnaður samstæðunnar var 187 milljónir króna. Þær lykiltölur sem fram hafi komið í fréttatilkynningunni hafi aðeins verið lykiltölur móðurfélagsins. Engar lykiltölur hafi verið þar að finna um samstæðuna. Að mati Kauphallarinnar hefur Atorka ekki enn birt fullnægjandi leiðréttingu á fréttatilkynningunni, þrátt fyrir að þess hafi verið óskað ítrekað. Í tilkynningu Kauphallarinnar segir framsetning félagsins á tilkynningunni til þess fallin að villa um fyrir fjárfestum. Félaginu sé skylt að miða tilkynningu sem þessa við samstæðuuppgjör en upplýsingar um uppgjör móðurfélagsins séu settar í fyrirsögn og það gert að meginefni tilkynningarinnar. Kauphöllin byggir ámynningu og févíti á samningi Atorku við Kauphöllina vegna skráningar hlutabréfa félagsins í Kauphöll Íslands. Atorka hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins þar sem segir að málið byggi á alvarlegum misskilningi á lögum og reglum sem gildi um Kauphöllina og uppgjör fyrirtækja. Atorka sé það fjárfestingarfélag í Kauphöll Íslands sem birtir ítarlegustu uppgjör um starfsemi sína. Hafi félagið meðal annars birt uppgjör Atorku sjálfs (móðurfélagsuppgjör) sem og uppgjör fyrir samstæðuna sem heyri undir félagið (samstæðuuppgjör). Samkvæmt alþjóðlegum reikninsskilastöðlum geti afkoma móðurfélags og samstæðu verið mismunandi. Atorka geri rækilega grein fyrir mun þessara uppgjöra í upplýsingagjöf sinni um þau. Atorka birti bæði uppgjörin umfram skyldu en eftir 1. janúar næstkomandi verður öllum félögum skráðum í Kauphöll Íslands skylt að gera þetta vegna fyrirmæla í lögum um ársreikninga. Í fréttatilkynningu frá Atorku segir að í stað þess að verðlauna félagið fyrir þessa ítarlegu og vönduðu upplýsingagjöf hafi kauphöllin kosið að sekta félagið og áminna. Þetta sé ekki gert vegna reikningsskila félagsins, sem Kauphöll Íslands gerir engar athugasemdir við. Þannig gerir Kauphöll sem dæmi engar athugsemdir við það afkomuhugtak sem notast sé við í reikningsskilunum. Þetta sé eingöngu gert vegna vals á texta í fyrirsögn. Sú fyrirsögn sé að mati Atorku fjarri því að vera villandi, heldur lýsir glögglega afkomu félagsins. Telja forsvarsmenn Atorku að ákvörðun Kauphallar Íslands sé algjörlega órökstudd og hvergi svarað ítarlegum rökstuðningi í bréfi Atorku sem sent hafi verið til Kauphallar Íslands 25. september síðastliðinn. Þar sé byggt á ákvæðum í íslenskri löggjöf um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla og EES reglum. Í fréttatilkynningu Kauphallar Íslands sé því ranglega haldið fram að ekki hafi verið brugðist við tilmælum Kauphallarinnar. Þetta er rangt því Atorka hafi óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum kauphallarinnar og gert margar tilraunir til að leysa málið, meðal annars með fjórum tillögum um breytta uppsetningu fréttatilkynningarinnar. Þessum tillögum hafi starfsmenn Kauphallarinnar sinnt lítt. Atorka hefur falið lögmönnum sínum að höfða dómsmál til ógildingar ákvörðun Kauphallar Íslands og lýsir hana ábyrga fyrir öllu tjóni sem af þessu kann að hljótast. Jafnframt verður Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins. Tilkynning Kauphallar Íslands.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Fleiri fréttir Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira