Heildarveltan í Kauphöll Íslands eru meiri fyrstu 9 mánuði þessa árs en allt árið í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsyfirliti sem birt var í dag.
Þar kemur meðal annars fram að viðskipti í Kauphöllinni á þriðja ársfjórðungi námu alls 922 milljörðum og heildarvelta því orðin 3.082 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2005 nam heildarveltan 1.630 milljörðum og veltuaukningin því 89%.
Veltuaukning á hlutabréfamarkaði nam 82% en 95,7% á skuldabréfamarkaði.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 14,82% frá áramótum og stóð í 6.286,16 stigum í lok september. Í þeim mánuði nam velta skuldabréfa og víxla 229 milljörðum króna en það er mesta velta á skuldabréfamarkaði í einum mánuði frá upphafi.
19. september síðastliðinn var velta með skuldabréf og víxla 28,7 milljónir króna og er það mesta velta á skuldabréfa- og peningamarkaði á einum degi frá upphafi mælinga.
Markaðsvirði skuldabréfa og víxla er 1.236 milljarðar króna en það hefur ekki verið svo hátt áður.