Hugmyndir um lækkun matvælaverðs kynntar fljótlega 3. október 2006 20:14 Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna. Í stefnuræðu sinni sagði hann að Íslendingar þyrftu nú að ákveða hvernig standa ætti að nýtingu orkulinda í framtíðinni en það þyrfti að gera af fullri virðingu fyrir náttúrunni. Mikið hefur verið rætt um lækkun á matvælaverði. Forsætisráðherrann sagði hugmyndir sem leiða til lækkunar matvælaverðs á lokastigi og að þær verði kynntar fljótlega. Hann lét þó ekkert annað uppi um hugmyndirnar. Geir gerði einnig varnarmálin að umræðuefni í ræðu sinni. Samkomulagið um varnarmál við Bandaríkjastjórn, sem kynnt var í vikunni, væri Íslendingum hagstætt en ljóst væri að Íslendingar þyrftu sjálfir að vera virkari í eigin öryggismálum. Forsætisráðherrann sagði mikinn efnahagslegan ávinning hafa náðst á síðustu árum og að kaupmáttur hefði aukist. Helsta verkefni stjórnvalda og Seðlabanka Íslands undanfarið hafi verið að ná verðbólgunni niður og sagði hann allar líkur á að hún verði komin niður í 2,5% um mitt næsta ár. Brugðist hafi verið við óróa í þjóðarbúskapnum með öflugum aðhaldsaðgerðum en nú væri hægt að halda áfram með þær samgöngubætur sem hafa verið undirbúnar að undanförnu. Þannig verði sérstakt átak á umferðaræðum við Reykjavík og vonast hann til að það geti dregið úr slysum. Hann sagði nefnd á vegum þingsins vera að ræða um málefni öryrkja en þar væri fjallað um leiðir til að gera öryrkjum kleift að nýta starfsorku sína sem best. Frumvarp um heilbrigðismál þar sem tekið er á grunnskipulagi heilbrigðismála verður lagt fram á þinginu en þar verða meðal annar styrktar þær leiðir sem aðrir aðilar en ríkið hafa til að sinna heilbrigðisþjónustu. Fjölmiðlafrumvarp og frumvarp um Ríkisútvarpið verða lögð fram í upphafi þings. Geir sagði meiri frið hafa verið undanfarið um fiskveiðistjórnunarmál og lagði hann í ræðu sinni áherslu á rétt Íslendinga sem sjálfbærrar þjóðar að nýta auðlindir sínar. Forsætisráðherrann stiklaði einnig á öðrum málum svo sem sameiningu lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, uppbyggingu gsm kerfisins á vegum landsins, uppbyggingu fangelsa og stofnun þjóðgarðs við Vatnajökul. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna. Í stefnuræðu sinni sagði hann að Íslendingar þyrftu nú að ákveða hvernig standa ætti að nýtingu orkulinda í framtíðinni en það þyrfti að gera af fullri virðingu fyrir náttúrunni. Mikið hefur verið rætt um lækkun á matvælaverði. Forsætisráðherrann sagði hugmyndir sem leiða til lækkunar matvælaverðs á lokastigi og að þær verði kynntar fljótlega. Hann lét þó ekkert annað uppi um hugmyndirnar. Geir gerði einnig varnarmálin að umræðuefni í ræðu sinni. Samkomulagið um varnarmál við Bandaríkjastjórn, sem kynnt var í vikunni, væri Íslendingum hagstætt en ljóst væri að Íslendingar þyrftu sjálfir að vera virkari í eigin öryggismálum. Forsætisráðherrann sagði mikinn efnahagslegan ávinning hafa náðst á síðustu árum og að kaupmáttur hefði aukist. Helsta verkefni stjórnvalda og Seðlabanka Íslands undanfarið hafi verið að ná verðbólgunni niður og sagði hann allar líkur á að hún verði komin niður í 2,5% um mitt næsta ár. Brugðist hafi verið við óróa í þjóðarbúskapnum með öflugum aðhaldsaðgerðum en nú væri hægt að halda áfram með þær samgöngubætur sem hafa verið undirbúnar að undanförnu. Þannig verði sérstakt átak á umferðaræðum við Reykjavík og vonast hann til að það geti dregið úr slysum. Hann sagði nefnd á vegum þingsins vera að ræða um málefni öryrkja en þar væri fjallað um leiðir til að gera öryrkjum kleift að nýta starfsorku sína sem best. Frumvarp um heilbrigðismál þar sem tekið er á grunnskipulagi heilbrigðismála verður lagt fram á þinginu en þar verða meðal annar styrktar þær leiðir sem aðrir aðilar en ríkið hafa til að sinna heilbrigðisþjónustu. Fjölmiðlafrumvarp og frumvarp um Ríkisútvarpið verða lögð fram í upphafi þings. Geir sagði meiri frið hafa verið undanfarið um fiskveiðistjórnunarmál og lagði hann í ræðu sinni áherslu á rétt Íslendinga sem sjálfbærrar þjóðar að nýta auðlindir sínar. Forsætisráðherrann stiklaði einnig á öðrum málum svo sem sameiningu lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, uppbyggingu gsm kerfisins á vegum landsins, uppbyggingu fangelsa og stofnun þjóðgarðs við Vatnajökul. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana
Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira