Innlent

Ríkisstjórnin mætir tómhent til leiks

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól á Alþingi í kvöld.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól á Alþingi í kvöld. MYND/NFS

Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks mætir tómehnt til leiks á nýju þingi að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í ræðu hennar á Alþingi í kvöld. Hún segir forsætisráðherra ekki hafa talað um framtíðina í stefnuræðu sinni á þingi í kvöld og sá forsætisráðherra sem geri það ekki sé saddur og fullmettur og hafi ekki brennandi áhuga á að laga það sem betur megi fara.

Ingibjörg segir stjórnarandstöðuna mæta einhuga og kröftuga til þings og ætli séra að takast á við þjáningar ríkisstjórnarinnar, veita henni lík og síðan taka við í haust.

Formanni Samfylkingarinnar var tíðrætt um ójöfnuð í samfélaginu og sagði hún að fyrir lægju óyggjandi sannanir þess að ójöfnuður hefði vaxið. Ríkisstjórnin hafi engin áform um að takast á við hann. Ný ríkisstjórn þurfi að skoða lífeyrismál, vaxtabætur, barnabætur og matvöruverð.

Ingibjörg sagði ánægjulegt að koma til þings eftir lang hlé þegar gamlir draugar hafi verið kveðnir niður með brotthvarfi hersins. Hún tók þó undir áhyggjur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að hætta væri á að nýtt deilumál skipti þjóðinni í fylkingar, það er afstaða til náttúru- og umhverfisverndar. Verði svo tapi þá aðeins náttúran og íslenskt samfélag og það megi ekki gerast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×