Innlent

Öll spil á borðið

Halldór Blöndal.
Halldór Blöndal. MYND/Gunnar V. Andrésson

Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í ræðu á Alþingi í kvöld vera sammála formanni Vinstri grænna um að mikilvægt væri að fá öll spil á borðið varðandi Kaldastríðs árin á Íslandi. Tími sé kominn til að draga fram afstöðu manna á hverjum tíma. Ræða þurfi hvaðan flokkar hafi fengið fjárstuðning á liðnum árum og sagði hann að formenn Samfylkingar og Vinstri grænna hefðu báðir dregið taum utanríkisstefnu Sovétríkjanan á áttunda áratug liðinnar aldar.

Halldór sagði stefnuræðu Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, í kvöld hafa verið ræðu bjartsýnis og trausts. Hvað náttúruvernd varði sagði hann það auðvitað vilja stjórnarflokkanna að vernda náttúru landsins og búa með henni en um leið væri mikilvægt að nýta auðlindir. Barist hefði verið gegn Búrfellsvirkjun á sínum tíma en nú malaði hún gull fyrir samfélagið. Hann sagði mikilvægt að huga að atvinnu fólks í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×