Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ætlar að bjóða sig fram í öðru hvoru Reykjavíkur kjördæmanna í Alþingiskosningunum í vor. Þetta tilkynnti hann á fundi á Grand hóteli í kvöld.
Jón var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í haust eftir að Halldór Ásgrímsson hætti sem forsætisráðherra og formaður flokksins auk þess sem hann lét af þingmennsku. Jón hefur ekki verið í framboði til þings áður.