Ráðherra gagnrýnir Draumalandið 5. október 2006 22:46 Jón Sigurðssson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í ræðustól á Alþingi. MYND/Hörður Sveinsson Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda hafa lokið 2003, með breytingum sem þá voru gerðar á stjórnsýslu og umhverfi á þeim vettvangi. Nú séu þau verkefni sem helst séu á döfinni við Húsavík, í Helguvík og í Straumsvík á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja, en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytis. Þetta kom fram í ræðu sem ráðherra flutti á fundi Samtaka iðnaðarins í dag sem bar yfirskriftina Náttúruvernd og nýting auðlinda. Í ræðunni gagnrýnir ráðherra marg sem kemur fram í Draumalandinu, bók Andra Snæs Magnasonar, en segir hana um leið tímabæra og skemmtilega. Höfundurinn skauti yfir vandamál í byggðaþróun margra áratuga eins og ekkert sé. Ráðherra segir tengingu höfundar yfir í stórframkvæmdirnar fyrir austan ekki sannfrænadi á þann hátt sem greinilega vaki fyrir höfundi. Rökleg tengsl og forsendur fyrir ályktunum Andra Snæs standist því ekki með þeim hætti sem hann stefni að. Ráðherra ræðir þá gagnrýni höfundar að Ísland hafi verið kynnt sem land "ódýrrar orku". Þetta sé æpandi mótsögn í málsmeðferð höfundar og skaði í raun málstað hans. Lesandi verði ekki alveg viss um það hvort höfundurinn boðar andstöðu gegn stórvirkjunum vegna náttúruverndarsjónarmiða eða hann gagnrýni orkusölusamningana vegna þess að hún gefi ekki nægilegan gróða. Ráðherra lýkur ræðu sinni með þeim orðum að allt samfélagið, hagkerfið og þjóðlífið allt hvíla á þeirri forsendu að orkulindir og aðrar auðlindir lands og lagar séu nýttar af ráðdeild og skynsemi. Því beri að vanda rækilega allar ákvarðanir í þessum efnum og stíga varlega fram. Það hafi verið og verði áfram stefna íslensku ríkisstjórnarinnar. Ræða ráðherra. Fréttir Innlent Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda hafa lokið 2003, með breytingum sem þá voru gerðar á stjórnsýslu og umhverfi á þeim vettvangi. Nú séu þau verkefni sem helst séu á döfinni við Húsavík, í Helguvík og í Straumsvík á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja, en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytis. Þetta kom fram í ræðu sem ráðherra flutti á fundi Samtaka iðnaðarins í dag sem bar yfirskriftina Náttúruvernd og nýting auðlinda. Í ræðunni gagnrýnir ráðherra marg sem kemur fram í Draumalandinu, bók Andra Snæs Magnasonar, en segir hana um leið tímabæra og skemmtilega. Höfundurinn skauti yfir vandamál í byggðaþróun margra áratuga eins og ekkert sé. Ráðherra segir tengingu höfundar yfir í stórframkvæmdirnar fyrir austan ekki sannfrænadi á þann hátt sem greinilega vaki fyrir höfundi. Rökleg tengsl og forsendur fyrir ályktunum Andra Snæs standist því ekki með þeim hætti sem hann stefni að. Ráðherra ræðir þá gagnrýni höfundar að Ísland hafi verið kynnt sem land "ódýrrar orku". Þetta sé æpandi mótsögn í málsmeðferð höfundar og skaði í raun málstað hans. Lesandi verði ekki alveg viss um það hvort höfundurinn boðar andstöðu gegn stórvirkjunum vegna náttúruverndarsjónarmiða eða hann gagnrýni orkusölusamningana vegna þess að hún gefi ekki nægilegan gróða. Ráðherra lýkur ræðu sinni með þeim orðum að allt samfélagið, hagkerfið og þjóðlífið allt hvíla á þeirri forsendu að orkulindir og aðrar auðlindir lands og lagar séu nýttar af ráðdeild og skynsemi. Því beri að vanda rækilega allar ákvarðanir í þessum efnum og stíga varlega fram. Það hafi verið og verði áfram stefna íslensku ríkisstjórnarinnar. Ræða ráðherra.
Fréttir Innlent Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira