19 hafa gefið kost á sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður daganan 27. og 28. október næstkomandi. Framboðsfresturinn rann út kl. 17 í dag.
Þeir sem gefið hafa kost á sér:
Ásta Möller, alþingismaður
Birgir Ármannsson, alþingismaður
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra
Dögg Pálsdóttir, hrl.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra
Grazyna M. Okuniewska, hjúkrunarfræðingur
Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður
Illugi Gunnarsson, hagfræðingur
Jóhann Páll Símonarson, sjómaður
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur
Marvin Ívarsson, byggingafræðingur
Pétur H. Blöndal, alþingismaður
Sigríður Andersen, lögfræðingur
Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður
Steinn Kárason, umhverfishagfræðingur
Vilborg G. Hansen, landfræðingur
Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
Þorbergur Aðalsteinsson, sölu- og markaðsstjóri