Bardagi að bresta á 6. október 2006 20:51 Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. Flest bendir til að hörð átök séu í uppsiglingu um virkjanir í Skagafirði. Ekki aðeins innan héraðs heldur á landsvísu. Á fundi sveitastjórnar var samþykkt, með 5 atkvæðum meirihluta Samfylkingar og Framsóknarflokks, að setja hinar umdeildu virkjanir inn í tillögu að aðalskipulagi. Athyglisvert er að 3 fulltrúar Sjálfstæðisflokks í minnihluta greiddu atkvæði á móti ásamt fulltrúa Vinstri grænna. Þá þykir einnig athyglisvert, í ljós nýlegra yfirlýsinga flokksforystu Samfylkingarinnar, að hún skyldi standa að þessari stefnubreytingu í Skagafirði í gærkvöldi og opna á 2 nýjar virkjanir. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitastjórnar og fulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingarfólk í Skagafirði telji að það sé lýðræði samkvæmt að leyfa Skagfirðingum að fjalla um þessa tillögu um að báðar virkjanir fari í aðalskipulag. Skagfirðingar eigi rétt á að tjá sig um þessa kosti og Samfylkingin geri ráð fyrir að í framhaldi af því komi athugasemdir og þá komi vilji Skagfirðinga í ljós. Kallað verði eftir áliti þeirra áður en ákveðið verði hvernig staðið verði að aðalskipulagi. Ómar Ragnarsson, bregst hart við hugmyndum um að virkja árnar í Skagafirði og boðar andstöðu. Hann segir talað um endurnýjanlega og hreina orku í því sambandi. Villinganes sé með lón sem fyllist upp á 3 til 4 áratugum og skemmra líf en meðal kolanáma. Bardaginn um Skagafjarðarárnar sé að bresta á. Orkuvinnslugeta þessara virkjana í Skagafirði gæti orðið allt að 1500 gígavattstundir á ári, sem er tæplega þriðjungur af því sem Kárahnjúkavirkjun mun gefa af sér. Miðað við líklegt verð til stóriðju gæti slík orkusala gefið um tveggja milljarða króna árstekjur. Fréttir Innlent Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. Flest bendir til að hörð átök séu í uppsiglingu um virkjanir í Skagafirði. Ekki aðeins innan héraðs heldur á landsvísu. Á fundi sveitastjórnar var samþykkt, með 5 atkvæðum meirihluta Samfylkingar og Framsóknarflokks, að setja hinar umdeildu virkjanir inn í tillögu að aðalskipulagi. Athyglisvert er að 3 fulltrúar Sjálfstæðisflokks í minnihluta greiddu atkvæði á móti ásamt fulltrúa Vinstri grænna. Þá þykir einnig athyglisvert, í ljós nýlegra yfirlýsinga flokksforystu Samfylkingarinnar, að hún skyldi standa að þessari stefnubreytingu í Skagafirði í gærkvöldi og opna á 2 nýjar virkjanir. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitastjórnar og fulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingarfólk í Skagafirði telji að það sé lýðræði samkvæmt að leyfa Skagfirðingum að fjalla um þessa tillögu um að báðar virkjanir fari í aðalskipulag. Skagfirðingar eigi rétt á að tjá sig um þessa kosti og Samfylkingin geri ráð fyrir að í framhaldi af því komi athugasemdir og þá komi vilji Skagfirðinga í ljós. Kallað verði eftir áliti þeirra áður en ákveðið verði hvernig staðið verði að aðalskipulagi. Ómar Ragnarsson, bregst hart við hugmyndum um að virkja árnar í Skagafirði og boðar andstöðu. Hann segir talað um endurnýjanlega og hreina orku í því sambandi. Villinganes sé með lón sem fyllist upp á 3 til 4 áratugum og skemmra líf en meðal kolanáma. Bardaginn um Skagafjarðarárnar sé að bresta á. Orkuvinnslugeta þessara virkjana í Skagafirði gæti orðið allt að 1500 gígavattstundir á ári, sem er tæplega þriðjungur af því sem Kárahnjúkavirkjun mun gefa af sér. Miðað við líklegt verð til stóriðju gæti slík orkusala gefið um tveggja milljarða króna árstekjur.
Fréttir Innlent Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira