Talið er að um 2000 útlendingar starfi hér réttindalausir á svörtum markaði. Formaður Matvíss er uggandi fyrir hönd félagsmanna sinna og segir fyrir neðan allar hellur að geta ekki notað eigin tungu á veitingastöðum á Íslandi.
Brögð eru að því að verið sé að ráða matreiðslumenn frá nýjum Evrópusambandsríkjum undir taxta.
Æ fleiri kvarta undan því að geta ekki notað ástkæra ylhýra á veitinga- og kaffihúsum borgarinnar og þá jafnvel að enskukunnátta dugi ekki til. Níels Olgeirsson, formaður Matvís, segir ófaglærðum í sal hafa fjölgað eftir að þjónar hættu að fá prósentur af sölu.
Talið er að um fjöldi manna starfi hér á svörtu án þess að greiða skatta. Níels er uggandi fyrir hönd sinna félagsmanna.