Stofnfundur nýs sameinaðs verkalýðsfélags, Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands, verður um helgina. Um fjögur þúsund manns verða í félaginu sem verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landins.
Nýja félagið hefur enn ekki fengið nafn. Vonast er til að með sameiningunni verði hægt að sinna kjaramálum félagsmanna enn betur og efla þjónustu við félagsmenn.