Innlent

Valgerður fundaði með Wolfowitz

Paul Wolfowitz.
Paul Wolfowitz. MYND/AP

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Paul Wolfowitz, forseta Alþjóðabankans þar sem meðal annars var rætt um þau málefni sem eru ofarlega á baugi í starfsemi bankans, eins og orkumál og barátta gegn spillingu.

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytingu að Valgerður og Wolfowitz hafi einnig rætt tvíhliða samstarf Íslands og Alþjóðabankans á sviði fiskimála og endurnýjanlegra orkugjafa og mikilvægi þátttöku kvenna í uppbyggingu þróunarlanda.

Alþjóðabankinn gegnir mikilvægu hlutverki í þróunaraðstoð og í ár leggja íslensk stjórnvöld um 275 milljónir króna til verkefna á vegum bankans. Stærstur hluti þess fjár rennur til aðstoðar Alþjóðaframfarastofnunarinnar í fátækustu þróunalöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×