Innlent

Skrifað undir varnarsamning í Washington - Rice heimsækir Ísland

Geir H. Haarde forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifuðu undir nýtt samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington nú á fimmta tímanum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var einnig viðstaddur undirritunina.

Bæði forsætisráðherra og Rice tóku til máls við undirritunina og sögðu að með hinum nýja samningi væri komið til móts við breytta tíma í heiminum. Tók Rice það fram að hún hefði þekkst boð Geirs H. Haarde um að sækja Ísland heim en tilgreindi þó ekki hvenær.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra átti í morgun viðræður við yfirmenn hjá bandarísku strandgæslunni um aukið samstarf við Landhelgisgæsluna á norðurhöfum.

AP
AP
AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×