Innlent

Veita um 70 milljónir í friðarsjóð SÞ

MYND/AP

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að veita framlag sem nemur einni milljón bandaríkjadala, um 70 milljónum króna til sérstaks sjóðs á vegum Sameinuðu þjóðanna til uppbyggingar friðar í stríðshrjáðum löndum (Peacebuilding Fund).

Sjóðurinn var settur á laggirnar af allsherjarþingi S.þ. í september. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að tilkynnt hafi verið um framlag Íslands á framlagafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Markmið sjóðsins er að hafa til reiðu fjármagn sem hægt verði að grípa til með skömmum fyrirvara til verkefna sem talin eru gegna lykilhlutverki í uppbyggingu friðar að loknum átökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×