Davíð trúir ekki á að Jón Baldvin hafi verið hleraður 11. október 2006 19:29 Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur illboðlegt að hafa ekki sýnilegar varnir á Íslandi og hefði sjálfur sagt upp varnarsamningnum. Hann álasar þó ekki eftirmanni sínum fyrir samninginn sem undirritaður var í Washington í dag - en kallar hann bútasaum. Sjálfur hefði hann sagt upp samningnum fimmtánda ágúst þegar ljóst hafi verið að Bandaríkjamenn ætluðu einhliða að túlka skuldbindingar sínar í samræmi við varnarsamninginn og draga allt herlið sitt frá Íslandi. Davíð bendir þó á að efnahagslega hafi brotthvarf hersins litla enfahagslega þýðingu - til marks um það er að markaðir hér hreyfðust ekki þrátt fyrir tilkynningu Bandaríkjamanna fimmtánda mars. Það sé bót í máli að tilkynning Bandaríkjamanna gæri ekki hafa komið á betri tíma. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í gær frá hlerun á síma sínum í utanríkisráðuneytinu 1992 eða 93 en þá var Davíð forsætisráðherra í svokallaðri Viðeyjarstjórn. Davíð leggur ekki mikinn trúnað á þetta og bendir á að NATO og norska öryggislögreglan hafi yfirfarið síma Jóns Baldvins og annara ráðamanna árlega. Hann skilji því ekki af hverju Jón Baldvin treysti á "kunningja" og "amatör" til að kveða uppúr um að sími hafi verið hleraður. Davíð telur að Jón Baldvin hefði ekki átt að dylgja um að lögreglan á hæðinni fyrir neðan skrifstofur utanríkisráðuneytisins hafi hlerað síma ráðherrans. Þar sé hann að taka undir fráleitt tal um leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins. Bendir Davíð á að Framsóknarmaðurinn Böðvar Bragason hafi verið lögreglustjóri á þessum tíma og litlar líkur á því að hann hafi njósnað um Jón Baldvin fyrir Sjálfstæðismenn í Valhöll. Fréttir Innlent Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Fleiri fréttir Segir mörgum spurningum ósvarað Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur illboðlegt að hafa ekki sýnilegar varnir á Íslandi og hefði sjálfur sagt upp varnarsamningnum. Hann álasar þó ekki eftirmanni sínum fyrir samninginn sem undirritaður var í Washington í dag - en kallar hann bútasaum. Sjálfur hefði hann sagt upp samningnum fimmtánda ágúst þegar ljóst hafi verið að Bandaríkjamenn ætluðu einhliða að túlka skuldbindingar sínar í samræmi við varnarsamninginn og draga allt herlið sitt frá Íslandi. Davíð bendir þó á að efnahagslega hafi brotthvarf hersins litla enfahagslega þýðingu - til marks um það er að markaðir hér hreyfðust ekki þrátt fyrir tilkynningu Bandaríkjamanna fimmtánda mars. Það sé bót í máli að tilkynning Bandaríkjamanna gæri ekki hafa komið á betri tíma. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í gær frá hlerun á síma sínum í utanríkisráðuneytinu 1992 eða 93 en þá var Davíð forsætisráðherra í svokallaðri Viðeyjarstjórn. Davíð leggur ekki mikinn trúnað á þetta og bendir á að NATO og norska öryggislögreglan hafi yfirfarið síma Jóns Baldvins og annara ráðamanna árlega. Hann skilji því ekki af hverju Jón Baldvin treysti á "kunningja" og "amatör" til að kveða uppúr um að sími hafi verið hleraður. Davíð telur að Jón Baldvin hefði ekki átt að dylgja um að lögreglan á hæðinni fyrir neðan skrifstofur utanríkisráðuneytisins hafi hlerað síma ráðherrans. Þar sé hann að taka undir fráleitt tal um leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins. Bendir Davíð á að Framsóknarmaðurinn Böðvar Bragason hafi verið lögreglustjóri á þessum tíma og litlar líkur á því að hann hafi njósnað um Jón Baldvin fyrir Sjálfstæðismenn í Valhöll.
Fréttir Innlent Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Fleiri fréttir Segir mörgum spurningum ósvarað Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Sjá meira