Innlent

Stúdentaráð mælir með menntun

Stúdentaráð Háskóla Íslands stendur í dag fyrir meðmælum undir yfirskriftinni „Vér meðmælum öll" fyrir utan aðalbyggingu Háskóla Íslands. Með því vill ráðið koma menntamálum í umræðuna fyrir næstu þingkosningar. Frá Háskólanum verður gengið niður á Austurvöll með meðmælaskilti á lofti þar sem stutt fundardagskrá verður. Að henni lokinni munu stúdentar reisa menntavörðu á Austurvelli, sem ætlað er að visa Alþingismönnum veginn í átt að þekkingarþjóðfélaginu sem Íslendingar vilja byggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×