Harma að fjármagn sé ekki eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni 12. október 2006 11:05 MYND/GVA Stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda fagnar nýjum samingi milli Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins um aukinn hlut íslensks dagskrárefnis í Ríkissjónvarpinu á næstu fimm árum. Í ályktun frá stjórninni er það hins vegar harmað að í samningnum sé hvorki fjármagn né útsendingarhlutfall eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni. „Félagið hefur á undanförnum árum ítrekað bent á nauðsyn slíkrar eyrnamerkingar, til að fyrirbyggja að innlent leikið sjónvarpsefni, sem er vinsælasta dagskrárefni í öllum sjónvarpsstöðvum heimsins, en jafnframt eitt hið dýrasta í framleiðslu, þurfi sífellt að keppa við ódýrara efni um fjármagn, með þeim afleiðingum sem við blasa. Augljóst er að sé aðeins miðað við útsendingarmínútur af íslensku efni, hlýtur ávallt að vera hætta á því að tiltölulega ódýrt spjallþáttaefni verði yfirgnæfandi í þeim flokki," segir í ályktuninni. Enn fremur vísar stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda í ákvæði samningsins sem segir að RÚV skuli kaupa eða meðframleiða leikið sjónvarpsefni, kvikmyndir, heimildamyndir eða annað sjónvarpsefni og verja til þess að lágmarki 150 milljónum krónar á ári frá og með árinu 2008. Sú upphæð á svo að hækka í 250 milljónir á samningstímanum. „Stjórn FLH væntir þess að röð þeirra efnisflokka sem hér er notuð verði tekin bókstaflega varðandi mikilvægi þeirra í framkvæmd samningsins. Hingað til hefur efnisflokkurinn "annað sjónvarpsefni" ætíð verið í fyrirrúmi í sjónvarpsdagskrá RÚV. Væntanlega er hér gert ráð fyrir öðru," segir að endingu í ályktuninni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira
Stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda fagnar nýjum samingi milli Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins um aukinn hlut íslensks dagskrárefnis í Ríkissjónvarpinu á næstu fimm árum. Í ályktun frá stjórninni er það hins vegar harmað að í samningnum sé hvorki fjármagn né útsendingarhlutfall eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni. „Félagið hefur á undanförnum árum ítrekað bent á nauðsyn slíkrar eyrnamerkingar, til að fyrirbyggja að innlent leikið sjónvarpsefni, sem er vinsælasta dagskrárefni í öllum sjónvarpsstöðvum heimsins, en jafnframt eitt hið dýrasta í framleiðslu, þurfi sífellt að keppa við ódýrara efni um fjármagn, með þeim afleiðingum sem við blasa. Augljóst er að sé aðeins miðað við útsendingarmínútur af íslensku efni, hlýtur ávallt að vera hætta á því að tiltölulega ódýrt spjallþáttaefni verði yfirgnæfandi í þeim flokki," segir í ályktuninni. Enn fremur vísar stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda í ákvæði samningsins sem segir að RÚV skuli kaupa eða meðframleiða leikið sjónvarpsefni, kvikmyndir, heimildamyndir eða annað sjónvarpsefni og verja til þess að lágmarki 150 milljónum krónar á ári frá og með árinu 2008. Sú upphæð á svo að hækka í 250 milljónir á samningstímanum. „Stjórn FLH væntir þess að röð þeirra efnisflokka sem hér er notuð verði tekin bókstaflega varðandi mikilvægi þeirra í framkvæmd samningsins. Hingað til hefur efnisflokkurinn "annað sjónvarpsefni" ætíð verið í fyrirrúmi í sjónvarpsdagskrá RÚV. Væntanlega er hér gert ráð fyrir öðru," segir að endingu í ályktuninni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira