ELKEM flytur starfsemi sína frá Ålvik til Grundartanga 13. október 2006 15:56 Stjórn Elkem ákvað í dag að leggja niður drjúgan hluta af framleiðslu járnblendiverksmiðju félagsins í Ålvik í Noregi og flytja hana til Íslands. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga er að vonum ánægður, en þetta þýðir um fjörutíu ný störf í fyrirtækinu. Eins dauði er annars brauð. Ef stjórn ORKLA, eigandi ELKEM, samþykkir ákvörðunina er talið að um 160-70 manns missi vinnuna í Ålvik - en um 40 manns fái vinnu í Hvalfirði. Um er að ræða framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni sem ráðgert er að hefjist í febrúar 2008. Stjórn ELKEMS hefur um nokkurt skeið íhuga að flytja starfsemina vegna þess að gamlir raforkusamningar fyrirtækisins um niðurgreitt orkuverð eru að renna út og verða ekki endurnýjaðir. En þó að ELKEM leggi út í 3 milljarða króna fjárfestingu með kaupum á tækjum og byggingu á húsi yfir deigluverkstæði þá þarf þessi nýja starfsemi - ekki meira rafmagn en Járnblendið notar í dag. Ástæða þess er að orkunýting verksmiðjunnar verður hagkvæmari við breytinguna, segir Ingimundur Birnir forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar. Aðspurður hvernig standi á því að framleiðslan í Noregi var svo miklu mannafslfrekari segir Ingimundur að hér verði notast við allra nýjustu tækni sem þýði að hver starfskraftur verði verðmætari.Gert er ráð fyrir að velta fyrirtækisins aukist um 3,5 milljarða króna við breytinguna. Með breytinginum eykst svokölluð sérframleiðsla í Járnblendiverksmiðjunni og verður 85 prósent af heildarframleiðslu árið 2008. Afurðir væntanlegrar framleiðslu magnesíumkísiljárns verða meðal annars notaðar til að steypa grunnhluta bílvéla.Stjórnendur Járnblendiverksmiðjunnar segja í fréttatilkynningu að umhverfisráðherra hafi verið kynntur flutningurinn á framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni til Íslands og greint frá því að unnið væri að viðhaldi og endurbótum á svokölluðum síuhúsum fyrir um 50 milljónir króna. Þær ráðstafanir, sem og fyrirhugaðar breytingar í framleiðsluferlinu, myndu draga verulega úr sjónmengun og styrkja mengunarvarnir fyrirtækisins yfirleitt.Fulltrúi Umhverfisstofnunar hafi staðfest á fundinum að reyklosun hefði alltaf verið langt innan marka í starfsleyfi fyrirtækisins en af hálfu Íslenska járnblendifélagsins hafi því verið lýst að það hefði metnað til að gera mun betur og vera innan við 10 prósent af þeirri losun sem heimiluð er í starfsleyfinu.Í tilkynningu á heimasíðu ELKEM kemur fram að orkusamningar félagsins í Noregi séu að renna út og það þýði að orkukostnaður þess muni hækka umtalsvert. Á Íslandi sé eitt besta fyrirkomulag í orkumálum í heiminum og það sé mun betra en í Noregi út frá fjárfestingarsjónarmiðum.Um 160 manns starfa nú í verksmiðju ELKEM í Ålvik en til stendur að breyta starfseminni þar og koma á fót endurvinnsluverksmiðju fyrir áliðnað þar sem um 50 manns geti fengið vinnu. Fréttir Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Stjórn Elkem ákvað í dag að leggja niður drjúgan hluta af framleiðslu járnblendiverksmiðju félagsins í Ålvik í Noregi og flytja hana til Íslands. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga er að vonum ánægður, en þetta þýðir um fjörutíu ný störf í fyrirtækinu. Eins dauði er annars brauð. Ef stjórn ORKLA, eigandi ELKEM, samþykkir ákvörðunina er talið að um 160-70 manns missi vinnuna í Ålvik - en um 40 manns fái vinnu í Hvalfirði. Um er að ræða framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni sem ráðgert er að hefjist í febrúar 2008. Stjórn ELKEMS hefur um nokkurt skeið íhuga að flytja starfsemina vegna þess að gamlir raforkusamningar fyrirtækisins um niðurgreitt orkuverð eru að renna út og verða ekki endurnýjaðir. En þó að ELKEM leggi út í 3 milljarða króna fjárfestingu með kaupum á tækjum og byggingu á húsi yfir deigluverkstæði þá þarf þessi nýja starfsemi - ekki meira rafmagn en Járnblendið notar í dag. Ástæða þess er að orkunýting verksmiðjunnar verður hagkvæmari við breytinguna, segir Ingimundur Birnir forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar. Aðspurður hvernig standi á því að framleiðslan í Noregi var svo miklu mannafslfrekari segir Ingimundur að hér verði notast við allra nýjustu tækni sem þýði að hver starfskraftur verði verðmætari.Gert er ráð fyrir að velta fyrirtækisins aukist um 3,5 milljarða króna við breytinguna. Með breytinginum eykst svokölluð sérframleiðsla í Járnblendiverksmiðjunni og verður 85 prósent af heildarframleiðslu árið 2008. Afurðir væntanlegrar framleiðslu magnesíumkísiljárns verða meðal annars notaðar til að steypa grunnhluta bílvéla.Stjórnendur Járnblendiverksmiðjunnar segja í fréttatilkynningu að umhverfisráðherra hafi verið kynntur flutningurinn á framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni til Íslands og greint frá því að unnið væri að viðhaldi og endurbótum á svokölluðum síuhúsum fyrir um 50 milljónir króna. Þær ráðstafanir, sem og fyrirhugaðar breytingar í framleiðsluferlinu, myndu draga verulega úr sjónmengun og styrkja mengunarvarnir fyrirtækisins yfirleitt.Fulltrúi Umhverfisstofnunar hafi staðfest á fundinum að reyklosun hefði alltaf verið langt innan marka í starfsleyfi fyrirtækisins en af hálfu Íslenska járnblendifélagsins hafi því verið lýst að það hefði metnað til að gera mun betur og vera innan við 10 prósent af þeirri losun sem heimiluð er í starfsleyfinu.Í tilkynningu á heimasíðu ELKEM kemur fram að orkusamningar félagsins í Noregi séu að renna út og það þýði að orkukostnaður þess muni hækka umtalsvert. Á Íslandi sé eitt besta fyrirkomulag í orkumálum í heiminum og það sé mun betra en í Noregi út frá fjárfestingarsjónarmiðum.Um 160 manns starfa nú í verksmiðju ELKEM í Ålvik en til stendur að breyta starfseminni þar og koma á fót endurvinnsluverksmiðju fyrir áliðnað þar sem um 50 manns geti fengið vinnu.
Fréttir Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira