Skattbyrði jókst hvergi meira en á Íslandi 13. október 2006 18:46 Aukin skattbyrði á síðasta ári nemur svipaðri upphæð og heildarútgjöld ríkisins til menntamála á þessu ári. Stefán Ólafsson, prófessor, segir að skattbyrðin á Íslandi hafi aukist þrisvar sinnum meira en í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Fjármálaráðherra segir auknar tekjur ríkissjóðs hafa skilað sér í aukinni velferðarþjónustu. Samkvæmt úttekt OECD eiga Íslendingar heimsmet í skattbyrði á síðasta ári. Á árunum 1990 til 1995 var skattbyrði á Íslandi minni en hún var að meðaltali í ríkjum OECD. Frá árinu 2000 hefur skattbyrðin hér á landi hins vegar verið meiri en að meðaltali innan OECD. Á síðustu ellefu árum hefur skattbyrðin aukist um 101 milljarð króna á ársgrundvelli að mati Stefáns Ólafssonar prófessors við Háskóla Íslands. Á síðasta ári jókst skattbyrðin á Íslandi um 3,7 prósentustig og var það mesta aukning skattbyrði innan OECD og skilaði hinu opinbera 37 milljörðum í auknar tekjur. Árni M Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að aukna skattbyrði megi að mestu rekja til aukins hagvaxtar. "Síðan höfum við á hverju ári allt þetta kjörtímabil verið að lækka skattprósentur og nú síðast var ríkisstjórnin að tilkynna um lækkun á virðisaukaskatti á matvæli," segir fjármálaráðherra. Árni bendir á að tölur OECD séu að öllu jöfnu eldri en þær sem fjármálaráðuneytið hefur en, það sé rétt að skatttekjur hafi verið aukast vegna aukins hagvaxtar. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að skattbyrði á Íslandi hafi hækkað þrefalt meira á Íslandi á síðasta ári, en í því landi sem næst komi hvað aukningu skattbyrði varðar, eða í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Stefán segir að aukning útgjalda til velferðarkerfisins hafi á síðustu árum aðeins verið um þriðjungur af auknum tekjum ríkissjóðs. Auknar tekjur hafi farið í að lækka skuldir ríkissjóðs með góðum árangri, á sama tíma og skuldir heimilanna hafi aukist stórlega. Afgangur á ríkissjóði á síðasta ári hafi verið um 60 milljarðar og stefni í svipaða niðurstöðu í ár. Það þýði í mörgum ríkjum að ríkissjóður hafi tekið til sín 60 milljörðum of mikið. Stefán segir skattbyrðina ekki eingöngu hafa aukist vegna hagvaxtarins, heldur hafi skattstofnar verið breikkaðir, eins og OECD bendi á. Fjármálaráðherra segir neysluna einnig hafa aukist sem hafi áhrif á tekjur ríkissjóðs. Fréttir Innlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Aukin skattbyrði á síðasta ári nemur svipaðri upphæð og heildarútgjöld ríkisins til menntamála á þessu ári. Stefán Ólafsson, prófessor, segir að skattbyrðin á Íslandi hafi aukist þrisvar sinnum meira en í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Fjármálaráðherra segir auknar tekjur ríkissjóðs hafa skilað sér í aukinni velferðarþjónustu. Samkvæmt úttekt OECD eiga Íslendingar heimsmet í skattbyrði á síðasta ári. Á árunum 1990 til 1995 var skattbyrði á Íslandi minni en hún var að meðaltali í ríkjum OECD. Frá árinu 2000 hefur skattbyrðin hér á landi hins vegar verið meiri en að meðaltali innan OECD. Á síðustu ellefu árum hefur skattbyrðin aukist um 101 milljarð króna á ársgrundvelli að mati Stefáns Ólafssonar prófessors við Háskóla Íslands. Á síðasta ári jókst skattbyrðin á Íslandi um 3,7 prósentustig og var það mesta aukning skattbyrði innan OECD og skilaði hinu opinbera 37 milljörðum í auknar tekjur. Árni M Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að aukna skattbyrði megi að mestu rekja til aukins hagvaxtar. "Síðan höfum við á hverju ári allt þetta kjörtímabil verið að lækka skattprósentur og nú síðast var ríkisstjórnin að tilkynna um lækkun á virðisaukaskatti á matvæli," segir fjármálaráðherra. Árni bendir á að tölur OECD séu að öllu jöfnu eldri en þær sem fjármálaráðuneytið hefur en, það sé rétt að skatttekjur hafi verið aukast vegna aukins hagvaxtar. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að skattbyrði á Íslandi hafi hækkað þrefalt meira á Íslandi á síðasta ári, en í því landi sem næst komi hvað aukningu skattbyrði varðar, eða í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Stefán segir að aukning útgjalda til velferðarkerfisins hafi á síðustu árum aðeins verið um þriðjungur af auknum tekjum ríkissjóðs. Auknar tekjur hafi farið í að lækka skuldir ríkissjóðs með góðum árangri, á sama tíma og skuldir heimilanna hafi aukist stórlega. Afgangur á ríkissjóði á síðasta ári hafi verið um 60 milljarðar og stefni í svipaða niðurstöðu í ár. Það þýði í mörgum ríkjum að ríkissjóður hafi tekið til sín 60 milljörðum of mikið. Stefán segir skattbyrðina ekki eingöngu hafa aukist vegna hagvaxtarins, heldur hafi skattstofnar verið breikkaðir, eins og OECD bendi á. Fjármálaráðherra segir neysluna einnig hafa aukist sem hafi áhrif á tekjur ríkissjóðs.
Fréttir Innlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira