Innlent

Umræður um RÚV og fundarstjórn til miðnættis í gær

Umræður um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins stóðu nánast til miðnættis í gærkvöld og einkenndust af athugasemdum um fundarstjórn forseta. Umræðurnar hófust klukkan fjögur í gær og eftir að deilt hafði verið um fundarstjórn í um klukkustund gat menntamálaráðherra mælt fyrir frumvarpinu.

Fyrsta umræða um frumvarpið hófst svo í kjölfarið og stóð til sjö þegar gert var hálftímahlé á henni. Hún hélt svo áfram til tíu mínútur í tólf þegar þingforseti ákvað að fresta umræðunni en þá höfðu þrettán manns tjáð sig um fundarstjórn forseta frá því klukkan hálfátta. Fyrstu umræðu verður haldið áfram í dag um tvöleytið þegar utandagskrárumræðu um framtíð hvalveiða er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×