Innlent

Börn og unglingar í félagsstarfssemi tryggð í Kópavogi

MYND/GVA

Kópavogsbær og Vátryggingafélag Íslands hafa gert með sér samning sem felur í sér að VÍS slysatryggir öll börn undir 18 ára aldri sem stunda íþróttir eða aðra skipulagða félagsstarfsemi í Kópavogi.

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Vátryggingafélags Íslands, undirrituðu samninginn í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ og VÍS að um sé að ræða tímamótasamning því þetta sé í fyrsta sinn sem bæjarfélag tryggi börn og unglinga með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×