Heimsbyggðin skilji ekki nauðsyn hvalveiða 17. október 2006 19:43 Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. Á sama tíma og sjávarútvegsráðherra boðaði hvalveiðar í atvinnuskynu í Þingsal og Hvalur níu dólaði Hvalur úti fyrir Reykjavíkurhöfn barst ríkisstjórninni beiðni frá breska sendiráðinu sem varaði við því að þau skref sem stigin voru í dag yrðu tekin. Alp Mehmet, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að bresk stjórnvöld sjái ekki neina ástæðu fyrir því að Íslendingar hefji aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Sendiherrann bendir á að markaðir fyrir hvalkjöt séu takmarkaðir. Fá vísindaleg rök styðji þá kenningu, að hvalir hafi veruleg áhrif á viðhald fiskistofna og að auki hafi störfum innan ferðaþjónustannar sem tengjast hvalaskoðun aukist til muna. Hann segir að Bretar frá ýmsu landshornum hafi komið til Lundúna í mars þegar hvalur flæktist upp Thames-á. Ekki var hægt að bjarga honum. Þetta sýni að Bretar hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli. Sendiherrann leggur þó áherslu á að ekki sé um að ræða andúð í garð Íslendinga - þvert á móti. En þrátt fyrir það séu margir sem hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli og vilja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni, margir vilji auk þess engar hvalveiðar. Á síðastliðnu ári hafa þúsundir ferðamanna komið til landsins, þar af 70.000 breskir, til að fara í hvalaskoðun og sjá hvali í þeirra náttúrulega umhverfi og svo er að heyra að breska þjóðin muni láta stjórnast af því hvort Íslendingar veiða hvali eða ekki. Hann segist eiga von á því að fleiri þjóðir sem séu sama sinnis láti skoðanir sínar í ljós. Sendiherrann segir að á næstu dögum og vikum verði viðbrögð alþjóðasamfélagsins ljós, og kemur þá í ljós hvort þau verða jafn kurteisislegum nótum og tilkynningin frá sendiráðinu breska í dag. Stemmningin niðri á Reykjavíkurhöfn var öllu léttari og menn höfðu litlar áhyggjur af varnaðarorðum sendiherrans. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals, sagðist vilja sjá þær skoðanakannanir sem sýndu þann vilja alþjóðasamfélagsins sem sífellt væri vísað til í þessu máli. Hann hefði enn ekki séð þær. Hann sagði ekki rétt að hann einn hefði hag af þessum veiðum eins og margir vildu halda faram. Margir störfuðu við þessar veiðar og auk þess hefði verið veittur kvóti á hrefnum og margir veiddu hana. Það gekk ekki betur en svo þegar Hval níu var ýtt úr vör í dag en að krani fór, sjór flæddi yfri rafmagnstöflu og skipta þurfti um nokkra rofa. Hann var því dregin til í dag. Kristján sagði skipin hafa verið ónotuð lengi og því við ýsmu að búast en gott að þetta hafi komið fram nærri landi en ekki lengra úti á sjó. Hann sagði óvíst að honum tækist að veiða allan kvótann í haust. Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Sjá meira
Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. Á sama tíma og sjávarútvegsráðherra boðaði hvalveiðar í atvinnuskynu í Þingsal og Hvalur níu dólaði Hvalur úti fyrir Reykjavíkurhöfn barst ríkisstjórninni beiðni frá breska sendiráðinu sem varaði við því að þau skref sem stigin voru í dag yrðu tekin. Alp Mehmet, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að bresk stjórnvöld sjái ekki neina ástæðu fyrir því að Íslendingar hefji aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Sendiherrann bendir á að markaðir fyrir hvalkjöt séu takmarkaðir. Fá vísindaleg rök styðji þá kenningu, að hvalir hafi veruleg áhrif á viðhald fiskistofna og að auki hafi störfum innan ferðaþjónustannar sem tengjast hvalaskoðun aukist til muna. Hann segir að Bretar frá ýmsu landshornum hafi komið til Lundúna í mars þegar hvalur flæktist upp Thames-á. Ekki var hægt að bjarga honum. Þetta sýni að Bretar hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli. Sendiherrann leggur þó áherslu á að ekki sé um að ræða andúð í garð Íslendinga - þvert á móti. En þrátt fyrir það séu margir sem hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli og vilja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni, margir vilji auk þess engar hvalveiðar. Á síðastliðnu ári hafa þúsundir ferðamanna komið til landsins, þar af 70.000 breskir, til að fara í hvalaskoðun og sjá hvali í þeirra náttúrulega umhverfi og svo er að heyra að breska þjóðin muni láta stjórnast af því hvort Íslendingar veiða hvali eða ekki. Hann segist eiga von á því að fleiri þjóðir sem séu sama sinnis láti skoðanir sínar í ljós. Sendiherrann segir að á næstu dögum og vikum verði viðbrögð alþjóðasamfélagsins ljós, og kemur þá í ljós hvort þau verða jafn kurteisislegum nótum og tilkynningin frá sendiráðinu breska í dag. Stemmningin niðri á Reykjavíkurhöfn var öllu léttari og menn höfðu litlar áhyggjur af varnaðarorðum sendiherrans. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals, sagðist vilja sjá þær skoðanakannanir sem sýndu þann vilja alþjóðasamfélagsins sem sífellt væri vísað til í þessu máli. Hann hefði enn ekki séð þær. Hann sagði ekki rétt að hann einn hefði hag af þessum veiðum eins og margir vildu halda faram. Margir störfuðu við þessar veiðar og auk þess hefði verið veittur kvóti á hrefnum og margir veiddu hana. Það gekk ekki betur en svo þegar Hval níu var ýtt úr vör í dag en að krani fór, sjór flæddi yfri rafmagnstöflu og skipta þurfti um nokkra rofa. Hann var því dregin til í dag. Kristján sagði skipin hafa verið ónotuð lengi og því við ýsmu að búast en gott að þetta hafi komið fram nærri landi en ekki lengra úti á sjó. Hann sagði óvíst að honum tækist að veiða allan kvótann í haust.
Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Sjá meira