SUS hafnar hugmyndum um leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeild 17. október 2006 20:30 Borgar Þór Einarsson, formaður SUS. MYND/Vilhelm Gunnarsson Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar SUS í dag. Þar segir að óþolandi sé að búa við ásakanir tengdar hlerunarmálinu og að þær liggi í loftinu. Sambandið furðar sig á því að þeir sem hafi komið fram með ásakanirnar hafi ekki gert það fyrr eða látið yfirvöld vita af hinu meinta athæfi. Í ályktuninni hafnar sambandið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar til viðbótar greiningardeil lögreglu sem fyrir sér. Ef slíkar hugmyndir næðu fram að ganga hefðu slík yfirvöld ekki einungis heimildir til að rannsaka grunaða glæpamenn áður en glæpur væri framinn, heldur einnig heimildir til að handtaka, yfirheyra, hlera og gera húsleit hjá viðkomandi án undanfarandi dómsúrskurðar. Slíkar valdheimildir séu varhugaverðar þar sem þær bjóða heim hættu á misnotkun, misrétti og ofsóknum. Í ályktuninni segir ennfremur að þegar við bætist að starfsemi slíkra yfirvalda verði, eðli máls samkvæmt, leynileg og einungis háð innra eftirliti, verði hættan á misnotkun enn meiri. Telur sambandið að ef ofangreindar hugmyndir verði að veruleika muni það leiða til þess að ákveðinn hópur manna innan stjórnsýslunnar hefði fáheyrð völd og nánast enga ábyrgð gagnvart almenningi í landinu. SUS áréttar í ályktun sinni að frumskylda ríkisvaldsins, og réttlæting fyrir tilvist þess, sé að standa vörð um öryggi borgaranna. Slík varðstaða megi þó aldrei verða til þess að skerða réttindi borgaranna og gera þá berskjaldaða fyrir vörðunum. Fréttir Innlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar SUS í dag. Þar segir að óþolandi sé að búa við ásakanir tengdar hlerunarmálinu og að þær liggi í loftinu. Sambandið furðar sig á því að þeir sem hafi komið fram með ásakanirnar hafi ekki gert það fyrr eða látið yfirvöld vita af hinu meinta athæfi. Í ályktuninni hafnar sambandið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar til viðbótar greiningardeil lögreglu sem fyrir sér. Ef slíkar hugmyndir næðu fram að ganga hefðu slík yfirvöld ekki einungis heimildir til að rannsaka grunaða glæpamenn áður en glæpur væri framinn, heldur einnig heimildir til að handtaka, yfirheyra, hlera og gera húsleit hjá viðkomandi án undanfarandi dómsúrskurðar. Slíkar valdheimildir séu varhugaverðar þar sem þær bjóða heim hættu á misnotkun, misrétti og ofsóknum. Í ályktuninni segir ennfremur að þegar við bætist að starfsemi slíkra yfirvalda verði, eðli máls samkvæmt, leynileg og einungis háð innra eftirliti, verði hættan á misnotkun enn meiri. Telur sambandið að ef ofangreindar hugmyndir verði að veruleika muni það leiða til þess að ákveðinn hópur manna innan stjórnsýslunnar hefði fáheyrð völd og nánast enga ábyrgð gagnvart almenningi í landinu. SUS áréttar í ályktun sinni að frumskylda ríkisvaldsins, og réttlæting fyrir tilvist þess, sé að standa vörð um öryggi borgaranna. Slík varðstaða megi þó aldrei verða til þess að skerða réttindi borgaranna og gera þá berskjaldaða fyrir vörðunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira