30 daga fangelsi fyrir frelsissviptingu 17. október 2006 20:57 Héraðsdómur Reykjaness. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag rúmlega sextugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að svipta starfsmann Orkuveitunnar frelsi sínu í um hálfa klukkustund. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða starfsmanninum, konu á þrítugsaldri, miskabætur. Atvikið átti sér stað á skrifstofu fyrirtækis í Kópavogi að morgni föstudagsins 24. febrúar síðastliðins. Þar hafi konan komið til að loka fyrir rafmang vegna vangoldinna reikninga. Maðurinn hafi þá neitað henni útgöngu og krafist þess að hún hleypti rafmagni aftur á. Í dómsorði segir að ákærði hafi neitaði sök en þó kannast við að hafa meinað konunni útgöngu af skrifstofu sinni umrætt sinn. Fái sá framburður ákærða stoð í vitnisburði konunnar og að nokkru leyti í vitnisburði eiginkonu ákærða, um að ákærði hafi sagt við hana að hún færi ekki út af skrifstofunni fyrr en lögreglan kæmi. Þá hafa framangreind vitni borið að ákærði hafi verið reiður og hækkað róminn. Loks hafa lögreglumennirnir, sem komu á vettvang umrætt sinn, báðir borið á þann veg að þeir hafi séð ákærða lyfta upp annarri hendinni eða báðum höndum til að varna konunni útgöngu. Með vísan til þessa telur dómurinn sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi með ógnandi framkomu sinni og orðum gerst sekur um að hafa svipt hana frelsi sínu með því að halda henni nauðugri í húsnæði fyrirtækisins. Hins vegar sé ósannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi með einhverjum hætti snert konuna umrætt sinn eins og hún haldi fram. Er maðurinn því dæmdur í 30 daga fangelsi. Hann er einnig dæmdur til að greiða konunni kr. 104.500,- í miskabætur og málskostnað, kr. 140.000,- Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag rúmlega sextugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að svipta starfsmann Orkuveitunnar frelsi sínu í um hálfa klukkustund. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða starfsmanninum, konu á þrítugsaldri, miskabætur. Atvikið átti sér stað á skrifstofu fyrirtækis í Kópavogi að morgni föstudagsins 24. febrúar síðastliðins. Þar hafi konan komið til að loka fyrir rafmang vegna vangoldinna reikninga. Maðurinn hafi þá neitað henni útgöngu og krafist þess að hún hleypti rafmagni aftur á. Í dómsorði segir að ákærði hafi neitaði sök en þó kannast við að hafa meinað konunni útgöngu af skrifstofu sinni umrætt sinn. Fái sá framburður ákærða stoð í vitnisburði konunnar og að nokkru leyti í vitnisburði eiginkonu ákærða, um að ákærði hafi sagt við hana að hún færi ekki út af skrifstofunni fyrr en lögreglan kæmi. Þá hafa framangreind vitni borið að ákærði hafi verið reiður og hækkað róminn. Loks hafa lögreglumennirnir, sem komu á vettvang umrætt sinn, báðir borið á þann veg að þeir hafi séð ákærða lyfta upp annarri hendinni eða báðum höndum til að varna konunni útgöngu. Með vísan til þessa telur dómurinn sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi með ógnandi framkomu sinni og orðum gerst sekur um að hafa svipt hana frelsi sínu með því að halda henni nauðugri í húsnæði fyrirtækisins. Hins vegar sé ósannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi með einhverjum hætti snert konuna umrætt sinn eins og hún haldi fram. Er maðurinn því dæmdur í 30 daga fangelsi. Hann er einnig dæmdur til að greiða konunni kr. 104.500,- í miskabætur og málskostnað, kr. 140.000,-
Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira