Innlent

Þverpólitískur hópur andsnúinn stækkun álvers í Straumsvík

Búið er að stofna þverpólitískan hóp í Hafnarfirði sem er andsnúinn stækkunaráformum Alcan í Straumsvík. Hópurinn kallar sig Sól í Straumi og hefur boðað til fundar í Hafnarfirði á mánudag til þess að ræða stækkun álversins.

Fram kemur í tilkynningu frá hópnum að allt sem skipti máli liggi nú þegar fyrir, meðal annars sé búið að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag þar að lútandi, búið sé að gefa grænt ljós á umhverfismat og starfsleyfi og þá sé Alcan að semja við birgja um aðföng fyrir stækkaða verksmiðju. Eru allir Hafnfirðingar hvattir til að skoða málið en fundurinn verður klukkan 20 í Haukahúsinu að Ásvöllum á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×