Innlent

Undirrita viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða

Frá Sléttuvegi þar sem byggja á upp þjónustuíbúðir fyrir aldraða.
Frá Sléttuvegi þar sem byggja á upp þjónustuíbúðir fyrir aldraða.

Reykjavíkurborg undirritaði í dag ásamt fulltrúum frá hjúkrunarheimilinu Eir og Sjómannadagsráði/Hrafnistu viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara á tveimur stöðum í borginni, við Spöngina í Grafarvogi og Sléttuveg í Fossvogi.



Samkvæmt yfirlýsingunni á að byggja 80-100 öryggis- og þjónustuíbúðir í Spönginni ásamt 3800 fermetra þjónustu- og menningarmiðstöð en við Sléttuveg er stefnt að því að byggja um 100 þjónustuíbúðir ásamt 1100 fermetra þjónustukjarna.

Viljayfirlýsingin kemur í kjölfar þess að borgarstjóri skipaði í sumar stýrihóp til að vinna að auknum og bættum búsetuúrræðum fyrir eldri borgara og umsjón með framkvæmdum í þágu aldraðra. Hópurinn auglýsti eftir samstarfsaðilum í sumar um uppbyggingu búsetuúrræða og svöruðu 15 aðilar auglýsingunni.

Eftir að hafa farið vandlega yfir alla möguleika var ákveðið að skrifa undir viljayfirlýsingu við Eir um uppbyggingu þjónustu- og menningarmiðstöðvar auk íbúða í Spöng ásamt rekstri og með sama hætti við Hrafnistu um uppbyggingu þjónustukjarna og íbúða við Sléttuveg ásamt rekstri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×