Innlent

Gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra

MYND/Stefán

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra hér á landi í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Hún sagði sárlega vanta sérhæfða þjónustumiðstöð fyrir þennan hóp sem og sérhæfða þjónustu inn á hjúkrunarheimilum.

Þá sagði hún dagvisturnarpláss of fá og möguleika á hvíldarinnlögn litla. Nefndi hún í því sambandi að á Norðurlöndunum væru tvö hvíldarpláss á hverja 4000 íbúa en hér á landi væru þau tvö fyrir alla íbúa landsins. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði mikið hafa verið gert í málefnum heilabilaðra á undanförnum árum og að til stæði að fjölga hvíldarplássum úr tveimur í fjögur. Hún sagði þjónustuna á Landspítalanum almennt vera góða og að ekki væri rétt sem fram hefði komið að engin sérhæfð þjónusta væri á landsbyggðinni því slíka þjónustu væri að finna á Sauðárkróki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×