Innlent

Framboð á sérbýli aukið í fyrirhugaðri byggð í Úlfarsárdal

Skipulagsráðs Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að auglýsa breytingar á deiliskipulagi í nýju hverfi í Úlfarsárdal. Fram kemur í tilkynningu frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanni skipulagsráðs, að með breytingunum sé ætlunin að draga úr þéttleika byggðarinnar og auka framboð á sérbýli auk þess sem í þessum áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttasvæðis í hverfinu.

Samþykkt skipulagsráðs í morgun gerir ráð fyrir að borgin geti fyrir lok ársins auglýst til umsóknar 155 nýjar sérbýlishúsalóðir auk 132 íbúða í fjölbýli. Í framhaldinu mun skipulagsráð undirbúa frekari uppbyggingu á svæðinu og gera áætlanir ráð fyrir stórauknu framboði lóða strax á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×