Takmörkun réttinda og harðari viðurlög við hraðakstri 19. október 2006 12:45 1200 ökumenn óku á 150-200 km hraða á Esjumelum í júní, júlí og ágúst MYND/E.Ól Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Það var Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna og benti á að 22 hefðu nú látist í umferðinni á árinu og að tölur sýndu að umferðarslys yrði á þriggja klukkustunda fresti í landinu. Sagði hann að neyðarástand ríkti í umferðinni meðal annars vegna ofsaaksturs og að umferðarmenningu hefði í raun hrakað þrátt fyrir aukinn öryggisbúnað í bílum og betri vegi. Spurði Hjálmar samgönguráðherra hvort til greina kæmi að þyngja refsiákvæði fyrir hraðakstur og svipta ökuníðinga jafnvel bílum sínum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra benti á að umferðaröryggisáætlun hefði verið felld inn í samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008 og með því væru verkefni sem lytu að umferðaröryggi skýrt skilgreind. Ljóst væri þó að ofsaakstur og óvarkárni yllu því að slys væru of tíð. Sagði ráðherra menn hafa beint sjónum sínum að ofsaakstri að undanförnu og nefndi sem dæmi að 1200 ökumenn hefðu ekið á 150-200 km hraða á Esjumelum í júní, júlí og ágúst. Slíkar tölur sýndu að ástandið væri skelfilegt. Sturla sagði að erlendis hefðu eftirlit og hörð viðurlög gagnast best og að þessu væri unnið. Breytingar væru undirbúnar á umferðarlögum til þess að beita þeim aðferðum sem talið væri að dygðu og unnið með lögreglu og Vegagerð að auknu eftirliti á völdum stöðum á landinu. Gefin yrði út reglugerð á næstunni þar sem viðurlög við hraðakstri yrðu þyngd umtalsvert og þá sagði Sturla unnið að breytingum á lögum sem takmarka réttindi ungra ökumanna sem uppvísir verða að ofsaakstri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Það var Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna og benti á að 22 hefðu nú látist í umferðinni á árinu og að tölur sýndu að umferðarslys yrði á þriggja klukkustunda fresti í landinu. Sagði hann að neyðarástand ríkti í umferðinni meðal annars vegna ofsaaksturs og að umferðarmenningu hefði í raun hrakað þrátt fyrir aukinn öryggisbúnað í bílum og betri vegi. Spurði Hjálmar samgönguráðherra hvort til greina kæmi að þyngja refsiákvæði fyrir hraðakstur og svipta ökuníðinga jafnvel bílum sínum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra benti á að umferðaröryggisáætlun hefði verið felld inn í samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008 og með því væru verkefni sem lytu að umferðaröryggi skýrt skilgreind. Ljóst væri þó að ofsaakstur og óvarkárni yllu því að slys væru of tíð. Sagði ráðherra menn hafa beint sjónum sínum að ofsaakstri að undanförnu og nefndi sem dæmi að 1200 ökumenn hefðu ekið á 150-200 km hraða á Esjumelum í júní, júlí og ágúst. Slíkar tölur sýndu að ástandið væri skelfilegt. Sturla sagði að erlendis hefðu eftirlit og hörð viðurlög gagnast best og að þessu væri unnið. Breytingar væru undirbúnar á umferðarlögum til þess að beita þeim aðferðum sem talið væri að dygðu og unnið með lögreglu og Vegagerð að auknu eftirliti á völdum stöðum á landinu. Gefin yrði út reglugerð á næstunni þar sem viðurlög við hraðakstri yrðu þyngd umtalsvert og þá sagði Sturla unnið að breytingum á lögum sem takmarka réttindi ungra ökumanna sem uppvísir verða að ofsaakstri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira