Innlent

Ríkið skili vannýttum lóðum í Efstaleiti

MYND/GVA

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga eftir því við ríkið að vannýttum lóðum við húsnæði Ríkisútvarpsins við Efstaleiti yrði skilað til Reykjavíkurborgar. Það voru fulltrúar Samfylkingarinnar sem lögðu fram tillögu þessa efnis.

Í greinargerð með tillögunni kemur fram að ríkið hafi fengið landið fyrir áratugum þegar ráðgert var að húsnæði útvarps og sjónvarps yrði þrefalt umfangsmeira en nú er. Nú sé ljóst að ekki verði af frekari uppbyggingu fyrir RÚV á reitnum og í ljósi ásóknar í atvinnulóðir miðsvæðis í borginni og áforma um að breyta rekstrarformi Ríkisútvarpsins sé bæði eðlilegt og brýnt að Reykjavíkurborg fái vannýttan hluta lóðarinnar aftur til umráða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×