Pólitísk afskipti skaða Strætó 19. október 2006 14:36 Mynd/Gunnar V. Andrésson Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins. Skýrslan var kynnt í dag og þar kemur einnig fram að áætlanir fyrir fyrirtækið hafi almennt verið vel unnar en síðari hluta árs 2005 og það sem af er þessu ári hafi áætlanir engan veginn staðist. það megi fyrst og fremst rekja til breytinga á leiðarkerfinu. Þær hafi orðið með öðrum hætti með gert hafi verið ráð fyrir við áætlanagerð og þá hafi farþegar verið mun færri en búist hafði verið við. Þá hafi orðið verulegar ófyrirséðar launahækkanir hjá vagnstjórum á þessu ári vegna nýrra kjarasamninga. Í skýrslu Deloitte er einnig gagnrýnt að ekki sé til nein formlega samþykkt stefnumörkun fyrir félagið er varði starfsmannastefnu, markmið leiðarkerfis, þjónustusig og kostnað. Þá sé kostnaðarskiptingarreglan milli þeirra sjö sveitarfélaga sem reki Strætó byggð á því að hvert sveitarfélag greiði fast hlutfall heildarframlaga óháð þjónustunni í sveitarfélaginu. Sú leið bjóði upp á tortryggni og ágreining milli eigendanna. Enn fremur segir í niðurstöðum úttektarinnar að ekki virðist fullkomin samstaða meðal æðstu stjórnenda og hafi það endurspeglast í innleiðingu og hönnun nýs leiðakerfis. Pólitísk afskipti af starfseminni og skortur á stefnumörkun geti ásamt öðrum þáttum átt þátt í því að skapa þessar aðstæður. Þá er verkstjórn og upplýsingaöflun við innleiðingu nýs leiðakerfis í fyrra sögð ófullnægjandi þar sem ekki hafi verið skoðað kerfisbundið hvað hafi farið úrskeiðis við innleiðinguna. Deloitte bendir enn fremur á að notkun á almenningssamgöngum hafi minnkað jafnt og þétt og að fargjöld hafi minnkað að raunvirði síðustu ár sem hafi þýtt aukin framlög frá eigendum Strætós. Segir í úttektinni að þetta megi rekja til aukinnar velmegunar sem lýsi sér í því að bílaeign sé með því mesta sem þekkist. Farþegum með strætó hafi því ekki fjölgað eins og vonast hafði verið eftir við stofnun byggðasamlagsins og breytingu á leiðakerfi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins. Skýrslan var kynnt í dag og þar kemur einnig fram að áætlanir fyrir fyrirtækið hafi almennt verið vel unnar en síðari hluta árs 2005 og það sem af er þessu ári hafi áætlanir engan veginn staðist. það megi fyrst og fremst rekja til breytinga á leiðarkerfinu. Þær hafi orðið með öðrum hætti með gert hafi verið ráð fyrir við áætlanagerð og þá hafi farþegar verið mun færri en búist hafði verið við. Þá hafi orðið verulegar ófyrirséðar launahækkanir hjá vagnstjórum á þessu ári vegna nýrra kjarasamninga. Í skýrslu Deloitte er einnig gagnrýnt að ekki sé til nein formlega samþykkt stefnumörkun fyrir félagið er varði starfsmannastefnu, markmið leiðarkerfis, þjónustusig og kostnað. Þá sé kostnaðarskiptingarreglan milli þeirra sjö sveitarfélaga sem reki Strætó byggð á því að hvert sveitarfélag greiði fast hlutfall heildarframlaga óháð þjónustunni í sveitarfélaginu. Sú leið bjóði upp á tortryggni og ágreining milli eigendanna. Enn fremur segir í niðurstöðum úttektarinnar að ekki virðist fullkomin samstaða meðal æðstu stjórnenda og hafi það endurspeglast í innleiðingu og hönnun nýs leiðakerfis. Pólitísk afskipti af starfseminni og skortur á stefnumörkun geti ásamt öðrum þáttum átt þátt í því að skapa þessar aðstæður. Þá er verkstjórn og upplýsingaöflun við innleiðingu nýs leiðakerfis í fyrra sögð ófullnægjandi þar sem ekki hafi verið skoðað kerfisbundið hvað hafi farið úrskeiðis við innleiðinguna. Deloitte bendir enn fremur á að notkun á almenningssamgöngum hafi minnkað jafnt og þétt og að fargjöld hafi minnkað að raunvirði síðustu ár sem hafi þýtt aukin framlög frá eigendum Strætós. Segir í úttektinni að þetta megi rekja til aukinnar velmegunar sem lýsi sér í því að bílaeign sé með því mesta sem þekkist. Farþegum með strætó hafi því ekki fjölgað eins og vonast hafði verið eftir við stofnun byggðasamlagsins og breytingu á leiðakerfi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira