Innlent

Hröð uppbygging í Grafarholti

MYND/Stefán

Íbúar í Grafarholti voru tæplega 4800 í lok ágúst síðastliðins en aðeins eru sex ár síðan farið var að selja byggingarrétt í hverfinu. Fram kemur á vef framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar að vestari hluti hverfisins sé að mestu fullgerður og eru aðeins átta íbúðir af þeim 970 sem þar átti að byggja enn í byggingu. Í austari hluta hverfisins er hlutfall fullgerðra íbúða hins vegar 72 prósent enda fór sú uppbygging seinna af stað. Þar er fjórðungur íbúða í byggingu og bygging ekki hafin á 34 íbúðum sem gert er ráð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×