Innlent

Áhöfn Hvals 9 skýtur aðra langreyði

Fyrsta langreyðurin sem kom að landi í Hvalfirði í gær.
Fyrsta langreyðurin sem kom að landi í Hvalfirði í gær. MYND/Vilhelm

Áhöfnin á Hval 9 hefur skotið aðra langreyði. Hvalurinn er talinn vera yfir 60 fet og veiddist um 210 sjómílur vestur af Hvalfirði um klukkan hálffimm í dag. Hvalur 9 siglir nú til Hvalfjarðar og kemur þangað um tvöleytið á morgun þar sem hvalurinn verður skorinn.

Aðeins eru tveir sólarhringar síðan fyrsta langreyðurin var skotin vestur af landinu en gert var að henni í Hvalfirði í gær að viðstöddum hópi manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×