Andstæðingar stækkunar álvers í Straumsvík funda 23. október 2006 17:45 Þverpólitískur hópur fólks, sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík, boðar til fundar í Hafnarfirði í kvöld. Ákvörðun Alcans um stækkun liggur fyrir á næstu mánuðum og segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúarnir kjósa um málið. Forstjóri Alcan segir fyrirtækið einnig horfa á möguleika í Kanada og Oman. Í tilkynningu frá andstæðingum stækkunar álversins segir að hópurinn standi saman af fólki úr ólíkum áttum sem starfi m.a. innan Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, en talsmaður hópsins segir að ekki hafi tekist að finna Framsóknarmann til þátttöku í hópnum. Hópurinn kallar sig Sól í Straumsvík og segir talsmaður hans að andstæðingar stækkunarinnar séu henni mótfallnir af ýmsum og jafnvel ólíkum ástæðum. Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumsvík, segir að það sé ekkert atvinnuleysi í Hafnarfirði og því þurfi væntanlega að sækja starfsfólk annars staðar frá, jafnvel frá útlöndum. Það sé spurning hvernig bærinn sé undir það búinn og hvort bæjarbúar séu til í það. Þá muni aukin mengun fylgja stækkuninni og fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarfélagið sé ekki mikill. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir auðvelt að tala um lítið atvinnuleysi í Hafnarfirði nú. Það sé hins vegar ekkert hægt að fullyrða um atvinnuástandið í framtíðinni. Drög að deiliskipulagi fyrir álverssvæðið liggur fyrir. Lúðvík segir starfshóp á vegum bæjarins eiga í viðræðum við Alcan um útfærslu þess og er reiknað með að endanleg útgáfa þess liggi fyrir um eða upp úr áramótum. Ef forráðamenn Alcan ákveða eftir það að sækja um að fá að stækka álverið, segir Lúðvík að íbúar bæjarins muni þá kjósa um stækkunina. Hann segir mikilvægt að kosning fari ekki fram fyrr en allar forsendur málsins liggi fyrir, þannig að bæjarbúar geti myndað sér upplýsta afstöðu. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, segir að stofnun Sólar í Straumsvík verði vonandi til þess að umræðan um stækkun álversins verði á málefnalegum grunni. Nú eru um 500 störf í álverinu en eftir stækkun gætu þau orðið um átta hundruð. En ekki liggur enn fyrir hvort móðurfélg fyrirtækisins sæki að lokum um að stækka álverðið, þótt bæði umhverfismat og starfsleyfi liggi þegar fyrir. Rannveig segir að móðurfélagið muni ekki taka ákvörðun um hvort stækka eigi álverið hér, fyrr en raforkuverð frá Landsvirkjun liggi fyrir. Búið sé að semja við Orkuveitu Reykjavíkur um 40 prósent af þeirri orku sem til þarf. Orkuverð sé ekki það eina sem horft sé til, það sé t.d. lægra í Kanada og í Óman, en það þurfi að vera ásættanlegt hér ef að stækkun á að verða. Rannveig óttast ekki atkvæðagreiðslu meðal íbúa Hafnarfjarðar. Hún bendir á að Álverið hafi verið í Straumsvík í 40 ár og þar vinni fjölmargir Hafnfirðingar. Þá hafi miklar umbætur verið gerðar í umhverfis- og mengunarmálum fyrirtækisins og hún treysti því að íbúarnir horfi til góðrar reynslu af fyrirtækinu við ákvörðun sína. Fréttir Innlent Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Þverpólitískur hópur fólks, sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík, boðar til fundar í Hafnarfirði í kvöld. Ákvörðun Alcans um stækkun liggur fyrir á næstu mánuðum og segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúarnir kjósa um málið. Forstjóri Alcan segir fyrirtækið einnig horfa á möguleika í Kanada og Oman. Í tilkynningu frá andstæðingum stækkunar álversins segir að hópurinn standi saman af fólki úr ólíkum áttum sem starfi m.a. innan Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, en talsmaður hópsins segir að ekki hafi tekist að finna Framsóknarmann til þátttöku í hópnum. Hópurinn kallar sig Sól í Straumsvík og segir talsmaður hans að andstæðingar stækkunarinnar séu henni mótfallnir af ýmsum og jafnvel ólíkum ástæðum. Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumsvík, segir að það sé ekkert atvinnuleysi í Hafnarfirði og því þurfi væntanlega að sækja starfsfólk annars staðar frá, jafnvel frá útlöndum. Það sé spurning hvernig bærinn sé undir það búinn og hvort bæjarbúar séu til í það. Þá muni aukin mengun fylgja stækkuninni og fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarfélagið sé ekki mikill. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir auðvelt að tala um lítið atvinnuleysi í Hafnarfirði nú. Það sé hins vegar ekkert hægt að fullyrða um atvinnuástandið í framtíðinni. Drög að deiliskipulagi fyrir álverssvæðið liggur fyrir. Lúðvík segir starfshóp á vegum bæjarins eiga í viðræðum við Alcan um útfærslu þess og er reiknað með að endanleg útgáfa þess liggi fyrir um eða upp úr áramótum. Ef forráðamenn Alcan ákveða eftir það að sækja um að fá að stækka álverið, segir Lúðvík að íbúar bæjarins muni þá kjósa um stækkunina. Hann segir mikilvægt að kosning fari ekki fram fyrr en allar forsendur málsins liggi fyrir, þannig að bæjarbúar geti myndað sér upplýsta afstöðu. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, segir að stofnun Sólar í Straumsvík verði vonandi til þess að umræðan um stækkun álversins verði á málefnalegum grunni. Nú eru um 500 störf í álverinu en eftir stækkun gætu þau orðið um átta hundruð. En ekki liggur enn fyrir hvort móðurfélg fyrirtækisins sæki að lokum um að stækka álverðið, þótt bæði umhverfismat og starfsleyfi liggi þegar fyrir. Rannveig segir að móðurfélagið muni ekki taka ákvörðun um hvort stækka eigi álverið hér, fyrr en raforkuverð frá Landsvirkjun liggi fyrir. Búið sé að semja við Orkuveitu Reykjavíkur um 40 prósent af þeirri orku sem til þarf. Orkuverð sé ekki það eina sem horft sé til, það sé t.d. lægra í Kanada og í Óman, en það þurfi að vera ásættanlegt hér ef að stækkun á að verða. Rannveig óttast ekki atkvæðagreiðslu meðal íbúa Hafnarfjarðar. Hún bendir á að Álverið hafi verið í Straumsvík í 40 ár og þar vinni fjölmargir Hafnfirðingar. Þá hafi miklar umbætur verið gerðar í umhverfis- og mengunarmálum fyrirtækisins og hún treysti því að íbúarnir horfi til góðrar reynslu af fyrirtækinu við ákvörðun sína.
Fréttir Innlent Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira