Örugg lína tryggð milli Nató og Íslands 23. október 2006 18:22 Sérfræðingur frá Gagnaöryggisdeild Nató stóð vörð um öflugan mælibúnað fyrir utan Utanríkisráðuneytið í dag. Búnaðurinn mun ætlaður til að tryggja að ekki sé hægt að hlera samskipti Íslendinga við Nató.Umræða um hleranir hefur tröllriðið íslensku samfélagi síðustu vikurnar og því ekki skrýtið að menn hafi rekið upp stór augu við einkennilegan búnað sem stóð hreint ekki leynilega fyrir utan Utanríkisráðuneytið seinnipartinn í dag. Þegar tökumann og fréttamann Stöðvar tvö bar að garði í dag vappaði þýskumælandi maður um stéttina fyrir framan ráðuneytið og hafði nánar gætur á þessum sérstaka búnaði. Skömmu eftir komu okkar stigu starfsmenn ráðuneytisins út úr húsi og ekki leið á löngu þar til búnaðurinn var tekinn saman - að því er virtist í nokkrum flýti. Sérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í dag sagði þennan búnað vera hágæðamælitæki frá Rohde and Schwartz. Hann vissi ekki til þess að slík tæki væru til hér á landi en þau kosta fleiri milljónir króna. Þarna var meðal annars loftnet fyrir hátíðni og búnaður til að taka á móti og senda frá sér útvarpsbylgjur. Svona búnaður mun meðal annars vera notaður til að hlusta á fjarskipti eða kanna hvort símar/tölvur eða þráðlaus net séu örugg.Eftir að hafa grennslast fyrir um hvað væri á seyði náðist loks í ráðuneytisstjóra Utanríkisráðuneytisins sem sagði að þarna hefði gagnaöryggisdeild NATó verið að skoða tölvubúnað ráðuneytisins til að tryggja örugga línu eða örugg samskipti Íslands við aðalstöðvar Nató. Er þetta gert nú vegna þess að íslenska ríkið er - eftir brottför bandaríska hersins - að taka yfir öryggiskerfi sem áður var á Keflavíkurflugvelli. Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Sérfræðingur frá Gagnaöryggisdeild Nató stóð vörð um öflugan mælibúnað fyrir utan Utanríkisráðuneytið í dag. Búnaðurinn mun ætlaður til að tryggja að ekki sé hægt að hlera samskipti Íslendinga við Nató.Umræða um hleranir hefur tröllriðið íslensku samfélagi síðustu vikurnar og því ekki skrýtið að menn hafi rekið upp stór augu við einkennilegan búnað sem stóð hreint ekki leynilega fyrir utan Utanríkisráðuneytið seinnipartinn í dag. Þegar tökumann og fréttamann Stöðvar tvö bar að garði í dag vappaði þýskumælandi maður um stéttina fyrir framan ráðuneytið og hafði nánar gætur á þessum sérstaka búnaði. Skömmu eftir komu okkar stigu starfsmenn ráðuneytisins út úr húsi og ekki leið á löngu þar til búnaðurinn var tekinn saman - að því er virtist í nokkrum flýti. Sérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í dag sagði þennan búnað vera hágæðamælitæki frá Rohde and Schwartz. Hann vissi ekki til þess að slík tæki væru til hér á landi en þau kosta fleiri milljónir króna. Þarna var meðal annars loftnet fyrir hátíðni og búnaður til að taka á móti og senda frá sér útvarpsbylgjur. Svona búnaður mun meðal annars vera notaður til að hlusta á fjarskipti eða kanna hvort símar/tölvur eða þráðlaus net séu örugg.Eftir að hafa grennslast fyrir um hvað væri á seyði náðist loks í ráðuneytisstjóra Utanríkisráðuneytisins sem sagði að þarna hefði gagnaöryggisdeild NATó verið að skoða tölvubúnað ráðuneytisins til að tryggja örugga línu eða örugg samskipti Íslands við aðalstöðvar Nató. Er þetta gert nú vegna þess að íslenska ríkið er - eftir brottför bandaríska hersins - að taka yfir öryggiskerfi sem áður var á Keflavíkurflugvelli.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira