Innlent

Fimm fengu styrki úr Jafnréttissjóði

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra afhenti í dag styrki úr Jafnréttissjóði til fimm rannsókna á sviði jafnréttismála. Sjóðurinn var stofnaður á síðasta ári í tilefni 30 ára afmælis Kvennafrídagsins og er markmiðið með stofnun hans að tryggja að hér á landi verði unnar vandaðar rannsóknir á stöðu kynjanna á vinnumarkaði, eins og segir á vef félagsmálaráðuneytisins. Átján umsóknir um styrki bárust að þessu sinni og fá fimm verkefni styrk að fjárhæð 8,9 milljónir króna samtals.

Þeir sem fengu styrki eru:

Agnes Sigtryggsdóttir: Kynbundið starfsval og gildi - samband launa, viðurkenningar og verðleika.

Þorlákur Karlsson: Óútskýrður launamunur kynjanna.

Guðný Björk Eydal: Umönnun og atvinnuþátttaka foreldra barna 3 ára og yngri - hvaða áhrif hafa lög um foreldra- og fæðingarorlof haft?

Auður Arna Arnardóttir: Reynsla af fæðingarorlofi og samspil vinnu og einkalífs frá sjónarhóli feðra og maka þeirra.

Haukur Freyr Gylfason: Félagsleg áhrif á launavæntingar kynjannna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×