Mögulega raðnauðgarar að verki 25. október 2006 19:45 Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort sömu mennirnir standi á bak við hrottalegar nauðganir á tveimur stúlkum í miðborg Reykjavíkur, sem áttu sér stað með hálfsmánaðar millibili. Þriðja nauðgunin, þar sem þolandi var erlend námsstúlka sem þáði bílfar með ókunnugum manni, gæti einnig tengst málinu. Stúlkurnar gátu ekki lýst mönnunum nema að takmörkuðu leyti, en töldu þá hafa verið milli tvítugs og þrítugs. Aðstæður í tveimur málanna eru þó áþekkar, tveir menn sátu fyrir stúlkunum þar sem þær voru einar á ferð í miðborginni og réðust á þær og nauðguðu þeim. Báðar árásirnar voru gerðar að næturlagi. Önnur við Menntaskólann í Reykjavík fyrir hálfum mánuði og hin við Þjóðleikhúsið að morgni laugardags. Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar um hverjir voru að verki en útilokar ekki að málin tengist. Engir sjónarvottar hafa gefið sig fram og engar öryggismyndavélar eru við byggingarnar. Ef sömu mennirnir hafa verið að verki er slíkt þó einsdæmi hérlendis en einnig er fátítt að nauðgarar ráðist að fórnarlömbum sínum og komi fram vilja sínum úti á götu. DNA sýni hafa verið send til rannsóknar en niðurstaða þeirra rannsókna gæti leitt í ljós hvort um sömu mennina er að ræða. Þriðja nauðgunin sem kemur til kasta lögreglunnar í Reykjavík á tæpum þremur vikum var framin aðfaranótt sunnudags nóttina eftir að árásin var gerð við Þjóðleikhúsið. Erlend námskona þáði bílfar hjá ókunnugum manni, sem stöðvaði bifreið sína þar sem hún var að ganga á Laugaveginum. Hann ók með hana á afskekktan stað og nauðgaði henni. Ekki er loku fyrir það skotið að lögreglan geti nálgast myndir af bíl mannsins á öryggismyndavélum að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Enginn hefur þó verið handtekinn vegna málsins. Fréttir Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort sömu mennirnir standi á bak við hrottalegar nauðganir á tveimur stúlkum í miðborg Reykjavíkur, sem áttu sér stað með hálfsmánaðar millibili. Þriðja nauðgunin, þar sem þolandi var erlend námsstúlka sem þáði bílfar með ókunnugum manni, gæti einnig tengst málinu. Stúlkurnar gátu ekki lýst mönnunum nema að takmörkuðu leyti, en töldu þá hafa verið milli tvítugs og þrítugs. Aðstæður í tveimur málanna eru þó áþekkar, tveir menn sátu fyrir stúlkunum þar sem þær voru einar á ferð í miðborginni og réðust á þær og nauðguðu þeim. Báðar árásirnar voru gerðar að næturlagi. Önnur við Menntaskólann í Reykjavík fyrir hálfum mánuði og hin við Þjóðleikhúsið að morgni laugardags. Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar um hverjir voru að verki en útilokar ekki að málin tengist. Engir sjónarvottar hafa gefið sig fram og engar öryggismyndavélar eru við byggingarnar. Ef sömu mennirnir hafa verið að verki er slíkt þó einsdæmi hérlendis en einnig er fátítt að nauðgarar ráðist að fórnarlömbum sínum og komi fram vilja sínum úti á götu. DNA sýni hafa verið send til rannsóknar en niðurstaða þeirra rannsókna gæti leitt í ljós hvort um sömu mennina er að ræða. Þriðja nauðgunin sem kemur til kasta lögreglunnar í Reykjavík á tæpum þremur vikum var framin aðfaranótt sunnudags nóttina eftir að árásin var gerð við Þjóðleikhúsið. Erlend námskona þáði bílfar hjá ókunnugum manni, sem stöðvaði bifreið sína þar sem hún var að ganga á Laugaveginum. Hann ók með hana á afskekktan stað og nauðgaði henni. Ekki er loku fyrir það skotið að lögreglan geti nálgast myndir af bíl mannsins á öryggismyndavélum að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Enginn hefur þó verið handtekinn vegna málsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira