Vill aukna samvinnu ASÍ og BSRB 25. október 2006 23:15 Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. MYND/Jón Hjörtur Hjartarsson Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, óskar eftir samvinnu ASÍ og BSRB við undirbúning næstu kjarasamninga. Þetta kom fram í ræðu Grétars á 41. þingi BSRB í dag. Grétar sagði að á hinum Norðurlöndunum væri að finna ákveðnar fyrirmyndir um samstarf samtaka launafólks á vinnumarkaði. Þar væri viðhöfð víðtæk samvinna um samningagerð og kröfur gagnvart opinberum aðilum, milli sambanda á almennum vinnumarkaði og á opinberum vinnumarkaði. Þetta samstarf - sem sé að nokkru leyti formbundið - gangi sums staðar undir heitinu Kartel. Nú væri tækifæri til að mynda slíkt samband milli BSRB og ASÍ, og það kunni einnig að eiga við um önnur samtök opinberra starfsmanna í aðdraganda næstu kjarasamninga. Í ræðu sinni sagði Grétar þetta sögulegt tækifæri sem ekki ætti að láta úr greipum ganga. Stóra málið í þessu sambandi sé að tala saman - án fyrirfram gefinnar niðurstöðu - og láta á það reyna hvort ekki séu forsendur fyrir þéttara samstarfi en sé í dag. Afar gott samstarf sé milli aðildarfélaga ASÍ og BSRB. Sums staðar séu félög með sameiginlegt skrifstofuhald og vinni mörg verkefni saman. Það hafi reynst báðum notadrjúgt. Menn hafi séð það að nálægðin sé mikil - stundum sömu vinnustaðir, sambærileg störf og svipuð kjör. Það sem sé sameiginlegt sé því miklu meira en það sem greinir sundur. Grétar sagði í ræðu sinni að sðstæður og þróun á vinnumarkaði kölluðu enn frekar á aukið samstarf. Hnattvæðingin gerir þannig til okkar kröfur um aukið samstarf. Þá eigi hann ekki einungis við samstarf hér heima fyrir, heldur einnig samstarf þvert á landamæri. Í hnattvæðingunni felist þó ýmsar hættur - en í henni séu einnig tækifæri. Ef samtök launamanna látum sig einungis varða hætturnar - þá renni tækifærin framhjá án þess að launamenn fái notið þeirra. En eigi að nýta tækifæri sem í hnattvæðingunni felist þurfi samtök launamanna að standa þéttar saman og stórauka samstarf sitt. Skilaboð forseta ASÍ séu því skýr á þingi BSRB. Miðstjórn ASÍ hafi ákveðið á sínum síðasta fundi að óska eftir viðræðum við BSRB um nánara samstarf í framtíðinni um ýmsa málaflokka. Fréttir Innlent Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Sjá meira
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, óskar eftir samvinnu ASÍ og BSRB við undirbúning næstu kjarasamninga. Þetta kom fram í ræðu Grétars á 41. þingi BSRB í dag. Grétar sagði að á hinum Norðurlöndunum væri að finna ákveðnar fyrirmyndir um samstarf samtaka launafólks á vinnumarkaði. Þar væri viðhöfð víðtæk samvinna um samningagerð og kröfur gagnvart opinberum aðilum, milli sambanda á almennum vinnumarkaði og á opinberum vinnumarkaði. Þetta samstarf - sem sé að nokkru leyti formbundið - gangi sums staðar undir heitinu Kartel. Nú væri tækifæri til að mynda slíkt samband milli BSRB og ASÍ, og það kunni einnig að eiga við um önnur samtök opinberra starfsmanna í aðdraganda næstu kjarasamninga. Í ræðu sinni sagði Grétar þetta sögulegt tækifæri sem ekki ætti að láta úr greipum ganga. Stóra málið í þessu sambandi sé að tala saman - án fyrirfram gefinnar niðurstöðu - og láta á það reyna hvort ekki séu forsendur fyrir þéttara samstarfi en sé í dag. Afar gott samstarf sé milli aðildarfélaga ASÍ og BSRB. Sums staðar séu félög með sameiginlegt skrifstofuhald og vinni mörg verkefni saman. Það hafi reynst báðum notadrjúgt. Menn hafi séð það að nálægðin sé mikil - stundum sömu vinnustaðir, sambærileg störf og svipuð kjör. Það sem sé sameiginlegt sé því miklu meira en það sem greinir sundur. Grétar sagði í ræðu sinni að sðstæður og þróun á vinnumarkaði kölluðu enn frekar á aukið samstarf. Hnattvæðingin gerir þannig til okkar kröfur um aukið samstarf. Þá eigi hann ekki einungis við samstarf hér heima fyrir, heldur einnig samstarf þvert á landamæri. Í hnattvæðingunni felist þó ýmsar hættur - en í henni séu einnig tækifæri. Ef samtök launamanna látum sig einungis varða hætturnar - þá renni tækifærin framhjá án þess að launamenn fái notið þeirra. En eigi að nýta tækifæri sem í hnattvæðingunni felist þurfi samtök launamanna að standa þéttar saman og stórauka samstarf sitt. Skilaboð forseta ASÍ séu því skýr á þingi BSRB. Miðstjórn ASÍ hafi ákveðið á sínum síðasta fundi að óska eftir viðræðum við BSRB um nánara samstarf í framtíðinni um ýmsa málaflokka.
Fréttir Innlent Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Sjá meira