Innlent

Möguleikinn til náms mikilvægasti þáttur samstarfs

Fundi Norðurlandaráðs hér á landi í fyrra.
Fundi Norðurlandaráðs hér á landi í fyrra. MYND/E.Ól

Íslendingar telja að möguleikinn til náms og rannsókna í öðrum norrænum ríkjum sé mikilvægasti þáttur norræns samstarfs. Nærri 40 prósent þjóðarinnar eru þeirrar skoðunar en einungis á bilinu 6-11 prósent eru sammála þessu í hinum norrænu ríkjunum.

Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Norðurlandaráð lét gera í öllum norrænu ríkjunum. Fram kemur á vef Norðulandráðs að könnunin sýni enn fremur að 69 prósent Íslendinga telji mikilvægt að starfa með Norðurlöndum á alþjóðavettvangi, 52 prósent með Evrópusambandinu, 23 prósent Bandaríkjunum og 22 prósent Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×