Fótbolti

Pressan er öll á Milan

Hernan Crespo fagnar hér einu af mörkum sínum fyrir Chelsea á síðustu leiktíð
Hernan Crespo fagnar hér einu af mörkum sínum fyrir Chelsea á síðustu leiktíð NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Hernan Crespo segir að pressan sé öll á liði AC Milan fyrir risaslag grannliðanna AC og Inter í ítölsku A-deildinni á laugardaginn. Inter er á toppi deildarinnar með 18 stig úr 8 leikjum, en AC er þar 11 stigum á eftir í 12. sæti og þá á eftir að reikna með stigarefsinguna úr skandalnum í sumar.

"Það er auðvitað mikil pressa á okkur að vinna leikinn á laugardaginn, en hún er klárlega meiri á Milan vegna þess hve erfiðlega hefur gengið í upphafi móts hjá þeim," sagði Crespo, sem hefur leikið með báðum þessum liðum og veit því upp á hár hvernig það er að spila grannaslaginn á San Siro.

"Það er alltaf sérstök tilfinning að spila þegar um grannaslag er að ræða en leikir AC og Inter eru alltaf í sérflokki. AC hefur notið mikillar velgengni síðustu 20 ár og því er ástandið þar nokkuð rólegra, en hjá Inter er hungrið gríðarlegt og því er pressa á mönnum að standa sig," sagði Crespo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×