Malaví býður íslendingum þróunaraðstoð í fótboltanum 26. október 2006 19:29 Ísland er nú í níutugasta og fimmta sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, einu sæti fyrir neðan Malaví sem er þiggjandi stórs hluta þróunaraðstoðar Íslendinga. Yassín Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast stöðu Íslands á lista FIFA og telur að landsliðin ættu að leika vináttuleik svo Íslendingar geti séð hvernig fátæku litlu ríki tekst að færast ofar á styrkleikalistanum. Gengi Íslenska landsliðsins hefur verið upp og ofan í gegnum tíðina en hæst hefur liðið komist í 37. sæti á styrkleikalista FIFA. Á nýjum lista sem birtur var í síðustu viku þarf að fara býsna neðarlega á listann til að finna nafn Íslands, eða í 95. sæti. Þar er ísland næst á undan Gabon en einu sæti fyrir neðan afríkuríkið Malaví. Það er mikil fátækt í Malaví og barnadauði mikill. 'Islendingar hafa stutt landið með þróunaraðstoð í gegnum árin, einkum á sviði heilbrigðisþjónustunnar og nefna má að Sigurður Guðmundsson, landslæknir dvelur nú þar í landi í ársleyfi við að aðstoða við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Það gefur auga leið að í landi þar sem börn svelta eru ekki miklir peningar til knattspyrnuiðkunar. En þrátt fyrir fjárskort og þjálfaravandræði eiga Malavar betra landslið í knattspyrnu en Íslendingar - samkvæmt styrkleikalistanum. Yassin Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast að íslenska landsliðið sé í þessari slöku stöðu og telur að liðið hefði gott af að heimsækja Malaví og leika vináttulandsleik við heimamenn. Þannig geti íslendingar lært að vinna sig upp styrkleikalistann. Fréttir Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Ísland er nú í níutugasta og fimmta sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, einu sæti fyrir neðan Malaví sem er þiggjandi stórs hluta þróunaraðstoðar Íslendinga. Yassín Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast stöðu Íslands á lista FIFA og telur að landsliðin ættu að leika vináttuleik svo Íslendingar geti séð hvernig fátæku litlu ríki tekst að færast ofar á styrkleikalistanum. Gengi Íslenska landsliðsins hefur verið upp og ofan í gegnum tíðina en hæst hefur liðið komist í 37. sæti á styrkleikalista FIFA. Á nýjum lista sem birtur var í síðustu viku þarf að fara býsna neðarlega á listann til að finna nafn Íslands, eða í 95. sæti. Þar er ísland næst á undan Gabon en einu sæti fyrir neðan afríkuríkið Malaví. Það er mikil fátækt í Malaví og barnadauði mikill. 'Islendingar hafa stutt landið með þróunaraðstoð í gegnum árin, einkum á sviði heilbrigðisþjónustunnar og nefna má að Sigurður Guðmundsson, landslæknir dvelur nú þar í landi í ársleyfi við að aðstoða við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Það gefur auga leið að í landi þar sem börn svelta eru ekki miklir peningar til knattspyrnuiðkunar. En þrátt fyrir fjárskort og þjálfaravandræði eiga Malavar betra landslið í knattspyrnu en Íslendingar - samkvæmt styrkleikalistanum. Yassin Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast að íslenska landsliðið sé í þessari slöku stöðu og telur að liðið hefði gott af að heimsækja Malaví og leika vináttulandsleik við heimamenn. Þannig geti íslendingar lært að vinna sig upp styrkleikalistann.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira