Guðbjartur og Séra Karl eru sigurvegarar 29. október 2006 23:31 Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, varð efstur í próffkjöri Samfylkingar í NV kjördæmi og gæti tekið við þingsæti Jóhanns Ársælssonar, sem gaf ekki kost á sér. Karl Matthíasson, sem var þingmaður fyrir Samfylkinguna 2001-2003, varð í öðru sæti og endurheimtir því e.t.v. þingsæti sitt. Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem hefur skipað hitt þingsæti Samfylkingar í NV kjördæmi á þessu kjörtímabili, varð í þriðja sæti, en flokkurinn fékk aðeins tvo þingmenn í kjördæminu í Alþingiskosningunum 2003 og Anna Kristín gæti því misst sæti sitt á þingi. Um 1700 manns kusu í 16 kjördeildum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Atkvæði voru talin á Akranesi. Lokastaða fjögurra efstu frambjóðendanna varð þessi: 1. Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, Akranesi - 477 atkvæði í 1. 2. Séra Karl Matthíasson, fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík - 552 atkvæði í 1.-2. 3. Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Sauðárkróki - 582 atkvæði í 1.-3. 4. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrú, Ísafirði - 790 í 1.-4.Leiðir lista Samfylkingarinnar í NV kjördæmiGuðbjartur Hannesson er 56 ára, kennari að mennt frá Kennaraskóla Íslands en einnig með tómstundakennarapróf frá Kaupmannahöfn, stjórnunarnám frá Kennaraháskóla Íslands og meistaranám í "Fjármálum og menntun" frá Lundúnarháskóla.Guðbjartur hefur verið skólastjóri Grundaskóla á Akranesi í 25 ár eða frá stofnun skólans og sat í bæjarstjórn og bæjarráði Akraness í 12 ár þar sem hann m.a. gengdi embætti formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar. Guðbjartur starfaði 5 ár í bankaráði Landsbanka Íslands og var jafnframt eitt ár í bankaráði Heritable-banka í London (eign LÍ). Hann hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum sveitarfélagsins og svæðisskrifstofu Vesturlands.Guðbjartur sat í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins og gegndi þar formennsku. Hann er einn af stofnfélögum Samfylkingarinnar og fyrsti formaður Akraneslistans forvera Samfylkingarinnar á Akranesi. Hann er í Framtíðarhópi Samfylkingarinnar.Guðbjartur er giftur Sigrúnu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa. Þau eiga tvær dætur, Birnu og Hönnu Maríu. Innlent Stj.mál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, varð efstur í próffkjöri Samfylkingar í NV kjördæmi og gæti tekið við þingsæti Jóhanns Ársælssonar, sem gaf ekki kost á sér. Karl Matthíasson, sem var þingmaður fyrir Samfylkinguna 2001-2003, varð í öðru sæti og endurheimtir því e.t.v. þingsæti sitt. Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem hefur skipað hitt þingsæti Samfylkingar í NV kjördæmi á þessu kjörtímabili, varð í þriðja sæti, en flokkurinn fékk aðeins tvo þingmenn í kjördæminu í Alþingiskosningunum 2003 og Anna Kristín gæti því misst sæti sitt á þingi. Um 1700 manns kusu í 16 kjördeildum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Atkvæði voru talin á Akranesi. Lokastaða fjögurra efstu frambjóðendanna varð þessi: 1. Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, Akranesi - 477 atkvæði í 1. 2. Séra Karl Matthíasson, fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík - 552 atkvæði í 1.-2. 3. Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Sauðárkróki - 582 atkvæði í 1.-3. 4. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrú, Ísafirði - 790 í 1.-4.Leiðir lista Samfylkingarinnar í NV kjördæmiGuðbjartur Hannesson er 56 ára, kennari að mennt frá Kennaraskóla Íslands en einnig með tómstundakennarapróf frá Kaupmannahöfn, stjórnunarnám frá Kennaraháskóla Íslands og meistaranám í "Fjármálum og menntun" frá Lundúnarháskóla.Guðbjartur hefur verið skólastjóri Grundaskóla á Akranesi í 25 ár eða frá stofnun skólans og sat í bæjarstjórn og bæjarráði Akraness í 12 ár þar sem hann m.a. gengdi embætti formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar. Guðbjartur starfaði 5 ár í bankaráði Landsbanka Íslands og var jafnframt eitt ár í bankaráði Heritable-banka í London (eign LÍ). Hann hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum sveitarfélagsins og svæðisskrifstofu Vesturlands.Guðbjartur sat í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins og gegndi þar formennsku. Hann er einn af stofnfélögum Samfylkingarinnar og fyrsti formaður Akraneslistans forvera Samfylkingarinnar á Akranesi. Hann er í Framtíðarhópi Samfylkingarinnar.Guðbjartur er giftur Sigrúnu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa. Þau eiga tvær dætur, Birnu og Hönnu Maríu.
Innlent Stj.mál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira