Pólverjar vinna mál gegn starfsmannaleigu 31. október 2006 19:09 Tólf Pólverjar sem störfuðu við Kárahnjúka unnu í dag dómsmál gegn starfsmannaleigu og fengu viðurkennt að þeir voru hlunnfarnir um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Þetta er afar mikilvægur dómur, að mati verkalýðshreyfingarinnar. Pólverjarnir tólf voru ráðnir af starfsmannaleigunni 2b til starfa við Kárahnjúkavirkjun á liðnu ári. Ráðningartíminn var þrír mánuðir en áður en hann var liðinn var lagt að mönnunum að halda til baka til síns heima. Var þetta gert eftir að starfsmennirnir leituðu til Afls - starfsgreinasambands Austurlands og töldu þeir á sér brotið. Endaði með því að Afl sóttir þessa menn uppá Kárahnjúka og aðstoðaði þá við að leita réttar síns. Samkvæmt dómnum í dag var ekki fallist á að starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum þeirra ýmsan kostnað, meðal annars við ferðir til landsins, þýðingar, vottorð, gistingu, fæði og fleira. Þetta hafi verið á skjön við ráðningarsamning sem gerður var í Póllandi. Samkvæmt dómnum var engin heimild fyrir því að draga af launum pólverjanna og fallist á allar kröfur þeirra fyrir dómi. Var starfsmannaleigunni gert að greiða hverjum og einum á milli 300 og 400 þúsund krónur með vöxtum auk málskostnaðar. Ráðningartími þeirra var þrír mánuðir þannig að pólsku verkamennirnir voru hlunnfarnir um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Alls töldust vangreidd laun um fjórar milljónir og málskostnaður tvær milljónir. Sverrir Már Albertsson, framkvæmdastjóri Afls segfir að þessi dómur sé að mati hans og annara í verkalýsðhreyfingunni, afar mikilvægur - ekki síst sú eindregna niðurstaða að ekki sé hægt að draga kostnað frá launum þeirra sem komi til starfa í gegnuym starfsmannaleigur. Fréttir Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Tólf Pólverjar sem störfuðu við Kárahnjúka unnu í dag dómsmál gegn starfsmannaleigu og fengu viðurkennt að þeir voru hlunnfarnir um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Þetta er afar mikilvægur dómur, að mati verkalýðshreyfingarinnar. Pólverjarnir tólf voru ráðnir af starfsmannaleigunni 2b til starfa við Kárahnjúkavirkjun á liðnu ári. Ráðningartíminn var þrír mánuðir en áður en hann var liðinn var lagt að mönnunum að halda til baka til síns heima. Var þetta gert eftir að starfsmennirnir leituðu til Afls - starfsgreinasambands Austurlands og töldu þeir á sér brotið. Endaði með því að Afl sóttir þessa menn uppá Kárahnjúka og aðstoðaði þá við að leita réttar síns. Samkvæmt dómnum í dag var ekki fallist á að starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum þeirra ýmsan kostnað, meðal annars við ferðir til landsins, þýðingar, vottorð, gistingu, fæði og fleira. Þetta hafi verið á skjön við ráðningarsamning sem gerður var í Póllandi. Samkvæmt dómnum var engin heimild fyrir því að draga af launum pólverjanna og fallist á allar kröfur þeirra fyrir dómi. Var starfsmannaleigunni gert að greiða hverjum og einum á milli 300 og 400 þúsund krónur með vöxtum auk málskostnaðar. Ráðningartími þeirra var þrír mánuðir þannig að pólsku verkamennirnir voru hlunnfarnir um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Alls töldust vangreidd laun um fjórar milljónir og málskostnaður tvær milljónir. Sverrir Már Albertsson, framkvæmdastjóri Afls segfir að þessi dómur sé að mati hans og annara í verkalýsðhreyfingunni, afar mikilvægur - ekki síst sú eindregna niðurstaða að ekki sé hægt að draga kostnað frá launum þeirra sem komi til starfa í gegnuym starfsmannaleigur.
Fréttir Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira