Gleði og sorg hjá Eiði Smára 31. október 2006 21:33 Eiður Smári sést hér fagna marki sínu í kvöld. Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen skoraði en meiddist illa þegar Barcelona og Chelsea skildu jöfn, 2-2, í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. Eiður Smári kom Barca í 2-1 á 58. mínútu en meiddist, að því er virtist alvarlega, á ökkla um stundarfjórðungi síðar. Eiður Smári var að reyna að ná til boltans á miðjum vellinum þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum en í því steig hann vitlaust í vinstri fótinn og snéri ökklann afar illa. Íslenska landsliðsfyrirliðanum var strax skipt af velli og virtist hann sárþjáður er hann var borinn af leikvelli. Ekki er vitað á þessari stundu hversu lengi Eiður Smári verður frá en líklegt er að meiðslin séu alvarleg. Eftir rólegan fyrri hálfleik lét Eiður Smári vel til sín taka í þeim síðari og skoraði hann markið sem leit út fyrir að tryggja Barcelona þrjú dýrmæt stig. Það gerði hann á 58. mínútu eftir magnaðan undirbúning Ronaldinho. Þess má geta að Eiður Smári fagnaði marki sínu vel og innilega. Áður hafði Frank Lampard jafnað leikinn í 1-1 á 51. mínútu og það var síðan Didier Drogba sem jafnaði metin í 2-2 á 92. mínútu með laglegu marki. Úrslitin þýða að staða Barcelona í A-riðlinum er allt annað en góð því Werder Bremen vann öruggan 3-0 sigur á Levski Sofia á sama tíma. Chelsea er efst með 10 stig, Werder Bremen kemur næst með 7 stig en Barca er aðeins með 5 stig í þriðja sætinu þegar tveir leikir eru eftir. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði en meiddist illa þegar Barcelona og Chelsea skildu jöfn, 2-2, í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. Eiður Smári kom Barca í 2-1 á 58. mínútu en meiddist, að því er virtist alvarlega, á ökkla um stundarfjórðungi síðar. Eiður Smári var að reyna að ná til boltans á miðjum vellinum þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum en í því steig hann vitlaust í vinstri fótinn og snéri ökklann afar illa. Íslenska landsliðsfyrirliðanum var strax skipt af velli og virtist hann sárþjáður er hann var borinn af leikvelli. Ekki er vitað á þessari stundu hversu lengi Eiður Smári verður frá en líklegt er að meiðslin séu alvarleg. Eftir rólegan fyrri hálfleik lét Eiður Smári vel til sín taka í þeim síðari og skoraði hann markið sem leit út fyrir að tryggja Barcelona þrjú dýrmæt stig. Það gerði hann á 58. mínútu eftir magnaðan undirbúning Ronaldinho. Þess má geta að Eiður Smári fagnaði marki sínu vel og innilega. Áður hafði Frank Lampard jafnað leikinn í 1-1 á 51. mínútu og það var síðan Didier Drogba sem jafnaði metin í 2-2 á 92. mínútu með laglegu marki. Úrslitin þýða að staða Barcelona í A-riðlinum er allt annað en góð því Werder Bremen vann öruggan 3-0 sigur á Levski Sofia á sama tíma. Chelsea er efst með 10 stig, Werder Bremen kemur næst með 7 stig en Barca er aðeins með 5 stig í þriðja sætinu þegar tveir leikir eru eftir.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira