Fótbolti

Cannavaro verður valinn bestur

Fabio Cannavaro hefur átt frábært ár í fótboltanum.
Fabio Cannavaro hefur átt frábært ár í fótboltanum. Getty Images

Orðrómurinn um að Cannavaro hefði verið valinn komst fyrst á kreik í gærmorgun þegar Marca á Spáni sagði frá því að ritstjóri France Football hefði heimsótt leikmanninn til Spánar til að greina honum frá niðurstöðunni. Calderon gaf orðrómnum aukið vægi með því að halda því afdráttarlaust fram síðdegis í gær að Cannavaro hefði verið valinn.

"Við erum mjög ánægðir með þann heiður sem Cannavaro er sýndur með þessari útnefningu en gleðin hverfur í skuggann af láti Ference Puskas," sagði Calderon jafnframt.

Hinn 33 ára gamli miðvörður, sem leiddi Ítala til heimsmeistaratitilsins í sumar, gekk til liðs við Real Madrid í haust. Ef satt er, mun Cannavaro taka við nafnbótinni af Ronaldinho. Verðlaunagripurinn er hinn frægi Gullbolti, en kjörið hjá France Football er af mörgum talin æðsta viðurkenning sem leikmaður getur fengið.

Cannavaro verður fjórði Ítalinn í sögunni sem fær Gullboltann en áður hafa Gianni Rivera (1969), Paolo Rossi (1982) og Roberto Baggio (1993) verið valdnir leikmenn ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×